Northern Lights Bridge Festival September 2022

Northern Lights
Bridge Festival
September 2022

Memorial tournament for
Gunnar Birgisson

Teams and pairs event with great prizes
Held from 2nd to 4th of September 2022

https://vikingbridge.is

11. desember 2002

miðvikudagur, 11. desember 2002

Stjórnarfundur 11. desember 2002

Mættir á fundinn: Jón Sigurbjörnsson, Anton Haraldsson, Kristján Már Gunnarsson, Erla Sigurjónsdóttir, Birkir Jónsson, Matthías Þorvaldsson, Ísak Örn Sigurðsson, Stefanía Skarphéðinsdóttir. Fjarverandi: Elín Jóhannsdóttir, Haukur Ingason, Kristján Örn Kristjánsson.

1. Skýrsla forseta.

Búið er að senda menntamálaráðuneyti bréf og óska eftir að bridge verði viðurkennt sem valgrein í framhaldsskólum. Námsskeið til eininga er í gangi á Húsavík og á vorönn verður boðið upp á slíkt námsskeið á Ísafirði.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Stefanía bar stjórninni kveðju frá Gianarigo Rona forseta EBL en hann var hér á landi á dögunum vegna fundar Alþjóða Olympíunefndarinnar. Kynnt bréf Rona til Ellerts Schram þar sem hann hvetur íslensku Olympíunefndina til að veita BSÍ inngöngu. Stefanía upplýsti að það væri talið mjög ólíklegt að bridge fengi að vera með á vetrarleikunum 2006.
Virtur kokkur sem rekur veisluþjónustu hefur áhuga á samstarfi,, en hann vantar sal til afnota.

3. Fjármál.

Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun 2002-3.
Jóni forseta tókst með harðfylgi og líka velvilja ráðamanna að hækka framlög til BSÍ á fjárlögum næsta árs í kr. 8 millj.
Mestu breytingar: Áætlun til fræðslu og kynningar lækkuð í kr. 600.000 og áætlun vegna landsliða hækkuð í kr. 3,3 millj. Sjá nánar í lið 4.

4. Landsliðsmál.

Jón og Stefanía hafa gengið frá samningum við landsliðseinvalda..
a) Opinn flokkur.
Guðmundur Páll Arnarson er ráðinn einvaldur fram yfir EM 2004.
Fjárhagsáætlun vegna landsliðs hækkuð vegna möguleika á þátttöku á
æfingamóti erlendis.
b) Kvenna flokkur.
Ragnar Hermannsson er ráðinn einvaldur til og með NM 2003. Að móti loknu verða árangur og horfur metnar og ákvarðanir teknar um framhaldið í því ljósi.

Stjórnin samþykkir samningana.

c) Yngri spilarar.
Skipulag undirbúnings er í höndum Antons Haraldssonar.

5. Styrkir á mót erlendis.

Samþykkt að Stefanía leggi fram tillögur um breytingar á reglum vegna styrkja á EM og HM á næsta stjórnarfundi. Ákveðin hámörk og árangurstenging talin góðir kostir.

6. Síðan síðast.

a) Fræðslumál.
Samþykkt að fá Ljósbrá til að leggja fram skipurit og kostnaðaráætlun vegna námskeiðahalds fyrir 1) unglinga og 2) verðandi leiðbeinendur.
b) Efling bridgefélaganna.
Birkir upplýsti að á næstunni myndu 3 félög í Húnavatnssýslum byrja með sameiginleg spilakvöld. Hann vinnur áfram í að hvetja önnur félög til dáða.

7. Bréf og önnur erindi.

a) Bridgehátíð.
Rætt um möguleika á að ná fram meiri hagnaði af mótinu. BH-nefnd beðin að koma með tillögur þar um.
b) Niðurskurður í Hafnarfirði.
Erla (form. Bf. Hafnarfj.) sagði félagið ekki fá neina styrki á næsta ári vegna mikils niðurskurðar til íþrótta- og æskulýðsráðs Hfj. En bridgefélagið hafði uppi áform um að hefja fræðslustarf eftir áramótin.

Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 19.15