13. nóvember 202
Stjórnarfundur 13. nóvember 2002
Mættir á fundinn: Jón Sigurbjörnsson, Stefanía
Skarphéðinsdóttir, Matthías Þorvaldsson, Erla Sigurjónsdóttir, Elín
Jóhannsdóttir, Anton Haraldsson, Ísak Örn Sigurðsson og Kristján
Már Gunnarsson. Fjarverandi: Birkir Jónsson, Haukur Ingason,
Kristján Örn Kristjánsson.
1. Skýrsla forseta. Forseti skýrði frá því að beðið hafi verið um hækkun á
fjárveitingu frá Alþingi úr 3 milljónum króna í 10 milljónir króna.
Hann sagði mjög mikilvægt að koma bridge inn í framhaldskólana sem
valfagi og hefur átt í viðræðum við aðila til þess að ná fram þeim
markmiðum. |
2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Stefanía sagði frá því að Landstvímenningur yrði spilaður 16.
nóvember á 9 stöðum á landinu. Athugulir spilarar hafa vakið
athygli á því að á yfirstandandi spilaári verður Íslandsmótið í
parasveitakeppni haldið tvívegis og voru vangaveltur um hvern ætti
að titla Íslandsmeistara og þá fyrir hvaða ár. Bridgefélag
Hornafjarðar er komið með heimasíðu, fyrst félaga í gegnum
félagakerfið og allmörg félög eru komin með félagakerfið í
notkun. |
3. Laga og keppnisreglunefnd.
Anton lagði til að í nefndina yrðu kosnir: Jón Baldursson og
Svein Rúnar Eiríksson og samþykkti stjórnin það einróma. |
4. Fræðslumál. Matthías lagði fram drög að áætlun fyrir fræðslu- og
útbreiðslustarf BSÍ. |
5. Landslíðsmál. Anton skýrði frá stöðu mála og sagðist ekki sjá grundvöll fyrir
að ráða þjálfara í flokk yngrispilara strax, þar sem í þeim flokki
væru aðeins 4 spilarar og þar af 2 með reynslu. Vildi hann hafa
þennan flokk áfram í biðstöðu. |
6. Fjármál. Kristján Már sagðist vera að kynna sér fjármálin og sagði þau í
besta lagi, kerfið væri einfalt og skilvíst. |
7. Fjölmiðlar. Ísak skýrði frá því að í bígerð væri að athuga hvort hægt væri
að gefa út fréttaannál eftir starfsárið. Hann sagði að af nógu væri
að taka og að það væri bara spurning um framkvæmd. |
8. Heimasíða. Athugasemd kom um að uppfæra þyrfti heimasíðuna oftar. Samþykkt
að BSÍ greiði vistunarsvæði fyrir heimasíður bridgefélaganna. |
9. Önnur mál. a) Bréf vegna dóms á Íslandsmóti kvenna í tvímenningi lagt fram
og vísað til formanns dómnefndar. |