Ársþing 20. október 2002
54. ársþing BSÍ 20. október 2002
Mættir á fundinn:
1. Þingsetning. Kosning Fundarstjóra,
fundarritara svo og þriggja manna kjörbréfanefndar. Forseti Guðmundur Ágústsson, setti þingið um kl. 10.20. Bauð
hann menn velkomna til fundar, tilnefndi sem fundarstjóra Sigtrygg
Jónsson, sem tók þegar við fundarstjórn. Sigtryggur stakk upp á
Þórði Sigfússyni sem fundarritara og í kjörbréfanefnd þeim Ólafi A.
Jónssyni, Hjalta Elíassyni og Kjartani Ólasyni og var það
samþykkt. |
2. Kjörbréf þingfulltrúa athuguð og
úrskurðuð. Ólafur hafði orð fyrir kjörbréfanefnd. Höfðu 48 félög átt rétt á
samtals 73 fulltrúum, en aðeins 17 þeirra tilkynnt um samtals 40
atkvæði. Nokkrir fóru með 2 atkvæði. Fulltrúar voru þessir: |
3. Kosning þriggja manna
uppstillingarnefndar og annarra nefnda ef þurfa þykir.
Í uppstillingarnefnd voru kosnir að tillögu fundarstjóra þeir
Kristján Kristjánsson, Óskar Elíasson og Haukur Ingason. |
4. Stjórnin gegur skýrslu um starfsemi
sambandsins frá síðasta þingi. Forseti flutti skýrslu stjórnar. Kvað hann aðalviðfangsefni
ásins hafa verið flutning í nýtt húsnæði, mótamál og rekstur
skrifstofu. Nýja húsið kostar fullbúið kr. 52 millj., sem kalla má
gott, en það gamla var selt á kr. 86,5 millj. og varð því veruleg
skuldalækkun af skiptunum. Þönglabakkinn er þó ekki alveg úr
sögunni, því að tvær kröfur eru uppi: Vegna halla á gólfi og vegna
reksturs göngugötu. Báðum hefur verið mótmælt og eru góðar líkur á
að sleppa undan þeim. Árið var fremur dýrt þar sem tvö lið voru
send á Evrópumótið. Árangur varð framar vonum í opna flokknum en
undir væntingum í kvennaflokki. Báðir landsliðseinvaldarnir stóðu
frammi fyrir því vandamáli að fá ekki til leiks ýmsa þá
einstaklinga sem þeir vildu. "Það verður að vera hægt að senda
sterkasta lið; ég sé fyrir mér greiðslur til spilaranna, en þó
árangurstengdar" , sagði forseti. Ríkisstyrkur var kr. 10 millj.
eins og árið áður, en í fjárlagafrumvarpi næsta árs eru aðeins
ætlaðar kr. 3 millj. Ljóst er að Bridgesambandið þarf á
fræðslufulltrúa að halda. Forseti tilkynnti að lokum að hann gæfi
ekki kost á sér til áframhaldandi starfa (svo sem vitað var áður).
Taldi hann stöðu hreyfingarinnar betri nú en fyrir þremur árum;
fyrirliggjandi verkefni væru til nokkurra ára og eins árs
framlegning á starfi sínu því til lítils. Færði hann
samstarfsmönnum þakkir, einkum Ólafi Steinasyni varaforseta og
Stefaníu Skarphéðinsdóttur framkvæmdasjtóra. |
5. Formenn fastanefnda gefa skýrslu um
starfsemi nefndanna. Talsmenn fastanefnda gerðu grein fyrir störfum nefndanna. Ísak
Örn Sigurðsson fyrir mótanefnd í fjarveru Ólafs Steinasonar og
fylgir skýrsla, Erla Sigurjónsdóttir fyrir dómnefnd og
meistarastiganefnd og Kristján Kristjánsson fyrir laga- og
keppnisreglunefnd, en tíðindalítið var hjá þrem hinum síðastnefndu.
Fundarstjóri skaut inní, að sjálfur væri hann ásamt Mattíasi
Þorvaldssyni í útbreiðslunefnd og væru þeir í félagi við
Skáksamband Íslands á leið til fundar við menntamálaráðherra að
ræða útbreiðslumál í skólum. |
6. Reikningar samandsins lagðir fram
með athugasemdum endurskoðenda til úrskurðar. Framkvæmdastjóri kynnti reikninga sambandsins. Rekstrarkostnaður
húsnæðis hefur minnkað talsvert og veruleg tekjuaukning varð af
getraunum (kannski tímabundin). Útgjaldaaukning er aðallega vegna
félagakerfisins og svo nýju heimasíðunnar. |
7. Lagabreytingar. Engar tillögur lágu fyrir frá laga- og keppnisreglunefnd. |
8. Kosning aðalstjórnar og varastjórnar
skv. 5. grein. Kosning áfrýjunarnefndar skv. 15. grein. Kosning
löggilts endurskoðanda. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
sambandsins og tveggja til vara skv. 9. grein. Eftirtaldar tillögur uppstillinganefndar voru samþykktar
samhljóða: |
9. Ákvörðun árgjalds. Árgjald var ákveðið óbreytt áfram, kr. 100 á spilara hvert
spilakvöld. |
10. Önnur mál. Sigurjón Harðarson lagði fram tillögu um breytta tilhögun
Íslandsmóts í tvímenningi, á þann veg að undankeppnin yrði lögð
niður í núverandi mynd og í staðinn færð út til svæðasambandanna,
sem fengju ákveðinn kvóta, þ.e. sami háttur og er á Íslandsmóti í
sveitakeppni. |