9. október 2002
Stjórnarfundur 09. október 2002
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur
Steinason, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Birkir
Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Elín Jóhannsdóttir, Kristján Örn
Kristjánsson, Matthías Þorvaldsson og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
| 1. Skýrsla framkvæmdastjóra og
forseta. Danska Félagakerfið er loks að komast í gagnið og verið að
lagfæra agnúa. Stefnt að því að sýna kerfið á ársþinginu, enda
verði það þá tilbúið til dreifingar. Kostnaður við Félagakerfið er
nú kr. 1.300.000 en var áætlaður um kr. 1.000.000 . Óviðunandi að
kerfið sé ekki enn komið í gagnið, en búið að sprengja
kostnaðaráætlun. |
| 2. Fræðslunefnd. Matthías gaf skýrslu um störf nefndarinnar, sem í sátu auk hans
Sigtryggur Jónsson og Anton Haraldsson. Niðurstaða úttektar á stöðu
fræðslu-, kynningar- og útbreiðslumálum er sú að ekkert skipulagt
starf sé í gangi og nauðsynlegt sé að ráða sérstakan starfsmann til
að sinna þessum málum. Lögð fram drög að SVÓT-greiningu. |
| 3. Ársþing. Undirbúningur í fullum gangi. Stjórnin þakkar fráfarandi forseta
góð verk, en Guðmundur gefur ekki kost á sér áfram. Ólafur
Steinason hefur einnig ákveðið að gefa ekki kost á sér til
áframhaldandi stjórnarsetu og eru honum færðar þakkir fyrir gott
starf á liðnum árum. |
