30. október 2002

miðvikudagur, 30. október 2002

Stjórnarfundur 30. október 2002

Mættir á fundinn: Jón Sigurbjörnsson, Anton Haraldsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Birkir Jónsson, Matthías Þorvaldsson, Elín Jóhannsdóttir, Kristján Már Gunnarsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Fjarverandi: Haukur Ingason, Kristján Örn Kristjánsson.

1. Forseti: Verklagsfyrirkomulag stjórnar

Jón Sigurbjörnsson, nýkjörinn forseti BSÍ kynnti sig og lýsti í grófum dráttum hvernig hann mundi gjarnan vilja sjá starfið í náinni framtíð. Hann sagðist vilja virkja alla stjórnarmenn og fela hverjum og einum afmörkuð verkefni þannig að öll stjórnin væri virk og sýnileg.
Taldi hann að fræðslumálin væru stærstu mál BSÍ framundan og eins væri nauðsynlegt að reyna að styðja og vekja upp þau félög sem væru að lognast útaf. Það væri mikilvægt að hlúa að grasrótinni.

2. Verkaskipting stjórnar

Stjórnin skipti með sér verkum og var skiptingin eftirfarandi:
Varaforseti: Matthías Þorvaldsson
Ritari: Elín Jóhannsdóttir
Gjaldkeri: Kristján Már Gunnarsson,(Forseti, gjaldkeri og framkvæmdastjóri vinna að fjármálunum í sameiningu).
Landsliðseftirlit: Anton Haraldsson
Eftirlits og uppreisnarmaður vegna félaga sem eru í dauðateygjunum:
Birkir Jónsson
Fréttafulltrúi: Ísak Örn Sigurðsson
Fulltrúar fræðslumála:Matthías Þorvaldsson og Erla Sigurjónsdóttir
Ábyrgðarmaður vegna heimasíðu: Haukur Ingason
Framkvæmdanefnd: Jón Sigurbjörnsson, Matthías Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson.

3. Skipun fastanefnda

Mótanefnd:
Ísak Örn Sigurðsson, formaður
Ólafur Steinason
Runólfur Jónsson
Til vara:
Anton Haraldsson
Ljósbrá Baldursdóttir
Brynjólfur Gestsson

Meistarastiganefnd:
Erla Sigurjónsdóttir, formaður
Birkir Jónsson
Sverrir Ármannsson

Dómnefnd:
Guðmundur Páll Arnarson, formaður
Ásgeir Ásbjörnsson
Erla Sigurjónsdóttir
Hermann Lárusson
Jón Hjaltason
Jónas P. Erlingsson
Páll Bergsson
Sigurbjörn Haraldsson
Örn Arnþórsson

Laga- og Keppnisreglunefnd:
Anton Haraldsson, formaður, val í nefndina geymt til næsta fundar

Stjórn Minningasjóðs Alfreðs Alfreðssonar.
Einar Jónsson, formaður
Jón Sigurbjörnsson
Stefanía Skarphéðinsdóttir


4. Drög að fjárhagsáætlun, verkefna og rekstrarstaða

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun og þau aðeins rædd. Jón og Kristján munu síðan ásamt Stefaníu ljúka við hana.
Stefanía sagði frá því að félagakerfið væri tilbúið og nokkur félög þegar byrjuð að nota það. Landstvímenningur verður spilaður 15.11.2002.
Norðurlandamót Yngri spilara verður haldið í Turku 23. - 29. júní 2003.
Alla fimmtudaga í nóvember stendur BSÍ fyrir byrjendabrids og verður þar reynt að brydda upp á ýmsum nýjungum og munu m.a. félagar úr B.R. koma og spila við byrjendur.

5. Bréf Jóns Baldurssonar v/fyrirkomulag Íslandsmóts 2003

Lagt var fram bréf frá Jóni Baldurssyni vegna fyrirkomulags Íslandsmóts árið 2003 og þá aðallega staðsetningu mótsins. Stjórnin ræddi málið og þakkar Jóni þær ábendingar sem fram komu í bréfi hans hvað varðar fyrirkomulag og staðsetningu Íslandsmóts í sveitakeppni.
Ákvörðun um staðsetningu fyrir árið 2003 hefur verið tekin og á sama fundi var samþykkt að gera viðhorfskönnun meðal spilara að móti loknu.
Hvað varðar breytt fyrirkomulag ber að taka ákvörðun um það á Bridgesambandsþingi eins og lög Bridgesambandsins gera ráð fyrir .

6. Önnur mál

a) Erla sagði frá því að Bridgefélag Hafnarfjarðar væri að fara í samstarf við Íþrótta- og tómstundaráð Hafnarfjarðar eftir áramót og að þar væri mikill áhugi fyrir Mini-Bridge og mögulegt að bjóða upp á bridgenámskeið í félagsmiðstöðvum..
b) Stjórnin vill koma á framfæri þakklæti og árnaðaróskum til getraunadeildar og vonast eftirt áframhaldandi samstarfi.
c) Fram kom að Zia og Sonntag hefur verið boðið á næstu Bridgehátíð. Sonntag
hefur afþakkað boðið en Zia bað um ákvörunarfrest.
Ísak skýrði frá áhuga danskra háskólameistara í bridge að koma á Bridgehátíð.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19.20



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar