22. maí 2002

miðvikudagur, 22. maí 2002

Stjórnarfundur 22. maí 2002

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason, Sigtryggur Sigurðsson, Ísak Örn Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Matthías Þorvaldsson, Elín Jóhannsdóttir, Anton Haraldsson.

1. Bréf frá Bs. Austurlands.

Varðar ósæmilega hegðun og brottvísun sveitar á Austurlandsmót í sveitakeppni.
Stjórn BSÍ harmar atvik þessa máls, en telur ekki ástæðu til þess að grípa til viðurlaga.
Stjórnin vísar því til Bs. Austurlands að taka ákvörðun um refsingu, ef þeir telji það nauðsynlegt.

2. Keppnisreglugerðir: Íslandsmót í tvímenningi og sveitakeppni.

Guðmundi Ágústssyni og Ólafi Steinasyni falið að leggja fram tillögur um fyrirkomulag.

3. Norðurlandasamstarf.

Það er vilji stjórnar BSÍ að NBU-samstarfi verði haldið áfram og þar með
Norðurlandamótum. Fulltrúi BSÍ verði sendur á væntanlegan fund NBU í Kaupmannahöfn.

4. Landslið.

a) Unglingalandslið.
Ljóst orðið að ekki er lengur vilji spilara né grundvöllur fyrir því að senda lið á EM í Englandi.
b) EM Salsomaggiore.
Umræða um þá ákvörðun að framkvæmdastjóri verði sendur á EM sem
fararstjóri. Samþykkt að framkvæmdarstjórinn fari sem fararstjóri, en það verði tekin ákvörðun um það hverju sinni hvort ástæða sé til að senda fararstjóra með liðinu. Fram kom sú skoðun að ekki sé ástæða til þess að senda fararstjóra þegar eitt lið er sent til keppni.

5. Önnur mál.

Meistarastigaskráning.
Fram kom gagnrýni frá Ísaki á skráningu meistarastiga. Ólafur og Guðmundur sögðu stig uppfærð jafnóðum og þau bærust.

Guðmundur þakkaði samvinnuna í vetur og sleit fundi kl. 19.00.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar