3. apríl 2002
Stjórnarfundur BSÍ 03. apríl 2002
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur
Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson, Anton
Haraldsson, Birkir Jónsson, Erla Sigurjónsdóttir, Elín
Jóhannsdóttir, Matthías Þorvaldsson og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Kostnaður vegna breytinga á Síðumúla 37 er rúmar 19. mílljónir
sem er u.þ.b. 4 milljónum umfram áætlanir. Munurinn liggur aðallega
í kostnaði vegna breytinga á raflögnum og nýrri loftaklæðningu og
einangrun að kröfu Brunaeftirlits, en ekki var gert ráð fyrir
þessum liðum í kostnaðaráætlun. |
2. Íslandsmót í tvímenningi og
sveitakeppni 2002. Mörgum þótti þröngt og hljóðbært í úrslitum sveitakeppninnar, en
sýningaraðstaðan var góð. |
3. Rekstur Síðumúla. Samþykkt að sækja um vínveitingaleyfi. |
4. Sumarbridge 2002. Samþykkt að bjóða út spilamennskuna, en þrif og veitingarekstur
verður í höndum BSÍ. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 16.00 þann
24.apríl nk. |