29. apríl 2002
mánudagur, 29. apríl 2002
Stjórnarfundur BSÍ 29. apríl 2002
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur
Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Birkir Jónsson, Erla
Sigurjónsdóttir, Sigtryggur Sigurðsson, Anton Haraldsson, Elín
Jóhannsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Lagður fram sundurliðaður kostnaður vegna Bridgehátíðar
2002.
Ákveðið að Ólafur Steinason og Ísak Örn skoði hvort hægt sé að
skipuleggja mótið á hagkvæmari hátt.
Sænska Bridgesambandið býður landsliðinu á Chairman´s Cup í júlí,
gisting og keppnisgjöld í boði.
|
2. Sumarbridge .
2 tilboð bárust: frá Matthíasi Þorvaldssyni og Björgvin Má
Kristinssyni.
Tilboðin skoðuð og metin og eftir umræður um þau lagði Guðmundur
Ágústsson til að hagstæðara tilboðinu, frá Matthíasi, verði tekið.
2 með, 1 á móti, 4 sátu hjá.
|
3. Uppgjör Þönglabakka.
Guðmundur greindi frá samkomulagi við kaupendur, sem þó ítreka
rétt sinn til málshöfðunar vegna leyndra galla.
|
4. Keppnisgjöld 2002-2003.
Samþykkt óbreytt keppnisgjöld á næsta keppnistímabili.
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19.00
|