10. apríl 2002
Stjórnarfundur BSÍ 10. apríl 2002
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur
Steinason, Ísak Örn Sigurðsson. Sigtryggur Sigurðsson, Anton
Haraldsson, Birkir Jónsson, Erla Sigurjónsdóttir, Elín
Jóhannsdóttir, Matthías Þorvaldsson og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
1. Uppgjör Þönglabakka Guðmundur Ágústsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Hann
greindi frá því að kaupendur að Þönglabakkanum hefðu ekki greitt
síðustu afborgun sem gjaldféll 1.apríl. Ástæðan er sú að kaupendur
telja sig eiga 5,5 millj. kr. kröfu vegna óslétts gólfs og
lagfæringa á því, einnig hefur Framfarafélagið lagt fram kröfu
vegna rekstrargjalda kr. 2 millj. BSÍ hafnar þessum kröfum og
standa samningar yfir. |
2. Styrkveitingar á mót
erlendis. Guðmundur gerði grein fyrir ákvörðun stjórnar um styrk á EM
para, þar hafi kr. 8.000 styrkur verið samþykktur. Bridgespilari
sem fór þessa för, gerði athugasemdir við, að styrkurinn hafi verið
lægri en framkvæmdastjóri hafi gefið í skyn í samtali við hann.
Guðmundur sagði að styrkurinn hafi verið lækkaður vegna fjölda
umsækjenda, þar sem gert væri ráð fyrir kr. 300.000 í framlag á ári
vegna keppnisgjalda á mót erlendis. |
3. Landsliðsmál. Evrópumót á Ítalíu 15.-30.júní 2002: |
4. Fræðslunefnd. Nefndin er enn að störfum og skilar skýrslu fyrir
sumarfrí. |
5. Önnur mál. Undankeppni tvímenningsins verður spiluð í Síðumúla eða
Fjölbrautarskólanum Ármúla, eftir þátttöku. Úrslitin sennilega í
sal í Holtasmára eða í Ármúlaskóla. |