27. febrúar 2002
miðvikudagur, 27. febrúar 2002
Stjórnarfundur BSÍ 27. febrúar 2002
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur
Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson, Erla
Sigurjónsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Anton Haraldsson og Stefanía
Skarphéðinsdóttir
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Bridgehátíð gekk ágætlega þótt erlendir gestir hefðu mátt vera
fleiri og fjárhagslegt uppgjör verður alveg við núllið. Uppgjör
lagt fram á næsta fundi.
Við erum í vandræðum með geymslupláss en höfum fengið inni á
jarðhæðinni til
bráðabirgða.
UMFÍ skipuleggur sýninguna "Íþróttir og tómstundir fyrir þig" að
Varmá í Mosfellsbæ 3.-5.maí 2002. Markmið sýningarinnar er m.a. að
kynna þá
fjölbreyttu flóru íþróttagreina sem stundaðar eru á Íslandi í dag
og koma ýmsum jaðaríþróttum á framfæri.
Samþykkt að taka þátt í sýningunni og biðja Birki Jón og Svein
Rúnar að koma með tillögur um útfærslu.
|
2. Síðumúli 37.
Framkvæmdum er að mestu lokið, en nokkrir reikningar enn
ókomnir.
Lokaniðurstaðan verður líklega nálægt 20 milljónum. Uppgjör ætti að
liggja fyrir eftir 2-3 vikur.
|
3. EM para í Oostend Belgíu.
Ísak og Erla víkja af fundi undir þessum lið.
13 pör eru skráð á mótið og 6 sveitir. Í haust verður
heimsmeistaramótið í
tvímenningi og Rosenblum-mótið haldið í Montreal, Kanada. Til að
klára ekki
alla fjárveitingu ársins, samþykkir stjórnin að styrkja þá sem fara
á EM para í Oostende, Belgíu um kr. 8.000 á mann.
|
4. Íslandsmótið í svk. - undankeppnin
Borgarnesi.
Undirbúningur gengur vel og aðstæður góðar á Hótel
Borgarnesi.
|
5. Önnur mál.
a) Bridgehátíð.
Rætt um útkomuna fjárhagslega. Skoða þarf hvort hægt er að minnka
kostnað
þegar uppgjör liggur fyrir.
b) Yngri spilarar.
Reiknað verður með að senda lið til Englands á EM í sumar. Sendir
verða 4-5
spilarar.
c) Mini-bridge .
Forseti og frkv.stjóri fylgdust með lokamóti námskeiðsins, sem
tókst mjög vel.
Rætt um hvort hægt sé að hafa opið hús fyrir þennan aldurshóp
t.d.
hálfmánaðarlega. E.t.v. er hægt að fara í samstarf við
leikjanámskeið ÍTR eða íþróttafélaganna í sumar.
d) Fræðslunefnd.
Anton sagði frá störfum nefndarinnar.
e) Íslandsmótið í tvímenningi.
Vonandi þarf að leigja sal fyrir undankeppnina vegna meiri
þátttöku. Lagt til að byrjað verði á að skoða sal í Síðumúla 35.
Spilað verði á tveimur stöðum, tveir hópar í húsi BSÍ og einn í
næsta húsi. Annar möguleiki er að spila undankeppnina í
Fjölbrautaskólanum Ármúla., en úrslitin í okkar húsi.
Fundi slitið kl. 19:00
fundarritari lið 1 - 2 Ísak Örn, og Ólafur Steinason lið 3 - 5.
|