9. janúar 2002
miðvikudagur, 9. janúar 2002
Stjórnarfundur BSÍ 09. janúar 2002
Mættir á fundinn: Ísak Örn Sigurðsson, Anton
Haraldsson, Ólafur Steinason, Birkir J. Jónsson, Sigtryggur
Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Matthías Þorvaldsson, Elín
Jóhannsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir
1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Félagaforritið verður ekki tilbúið fyrr en í lok janúar. Það
verður fyrst prufukeyrt hjá Bf. Akraness og Bf. Selfoss í ca. 2
vikur og síðan dreift til allra félaga.
Landsliðin í opnum flokki og kvenna flokki verða ekki tilkynnt fyrr
en í lok janúar, en Guðmundur Páll er byrjaður með
undirbúningsfundi.
|
2. Síðumúli 37
Við fengum lyklavöldin 27.desember. Framkvæmdir hófust strax og
ganga að mestu skv. áætlun. Ýmilegt sem veldur aukakostnaði hefur
komið í ljós þegar
farið var að rífa aðallega í sambandi við rafmagn, en vinna við
raflagnir verður miklu meiri og dýrari en áætlað var.
Húsið verður tekið í notkun 1.febrúar. Matthías, Ísak, Birkir og
Stefanía sjá um að skipuleggja opnunina.
Arnar og Sólveig eru tilbúin að sjá um veitingasöluna fram á vorið,
stjórnin samþykkir að framlengja samning við þau.
|
3. Íslandsmót í tvímenningi
Samþykkt að færa mótið til vors.
|
4. Íslandsmót í sveitakeppni,
undanúrslit 2002
Tilboð hefur borist frá Bs. Vesturlands, Hótel Borgarnesi og
Búnaðarbankanum, Borgarnesi. Þessir aðilar bjóða húsnæði
endurgjaldslaust ásamt því að greiða hluta af kostnaði við
mótshaldið. Einnig er tilboðspakki í gistingu og mat.
Stefanía og nokkrir stjórnarmenn skoðuðu aðstæður á Hótel
Borgarnesi og telja að vel sé hægt að halda mótið þar.
Við getum líka fengið inn í Fjölbrautarskólanum við Ármúla, en
Stefanía og Anton skoðuðu aðstæður þar.
Að lokinni umræðu um þessa möguleika, var gengið til atkvæða og
samþykkt að ganga að tilboði Bs. Vesturlands og spila í Borgarnesi
8.-10.mars nk.
Litið er á samþykktina sem skammtímalausn, vegna þess hve lítill
tími er til stefnu.
Stjórnarmenn hvattir til að huga sem fyrst að framkvæmd næsta
Íslandsmóts.
|
5. Önnur mál
Matthías gaf skýrslu um störf fræðslunefndar, sem eru í góðum
farvegi.
Fundi slitið kl. 19.00 og farið í vettvangskönnun í Síðumúlann.
|