25. apríl 2001

fimmtudagur, 25. október 2001

Stjórnarfundur BSÍ 25. apríl 2001

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Sigtryggur Sigurðsson, Anton Haraldsson, Elín Jóhannsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Kjördæmamótið verður haldið á sumarhótelinu á Hvanneyri. Paratvímenningurinn verður spilaður á Akureyri og stefnir í góða þátttöku

2. Húsnæðismál.

Skrifað hefur verið undir kaupsamning og fyrsta greiðsla var afhent 20.apríl sl. Reynt verður að fá tilslakanir á dráttarvöxtum vegna göngugötunnar í tengslum við uppgjör. Húsakaupanefnd gaf skýrslu um störf sín: Ekki mjög mikið húsnæði í boði og mjög takmarkandi að við krefjumst góðs aðgengis fyrir fatlaða. Búið að skoða húsnæði að Bíldshöfða, Krókhálsi, Stangarhyl og Faxafeni. Allt enn á skoðunarstigi. Umræða varð um mismunandi leiðir, á að kaupa eða leigja, verður hægt að kaupa húsnæði án þess að skulda eitthvað.

3. Sumarbridge.

Vegna óvissunnar í húsnæðismálum hefur ekki verið hægt að bjóða út sumarbridge eins og venja er til. Reynt verður að leigja lítinn sal í sumar fyrir skrifstofuaðstöðu, bikarleiki og sumarbridge. Eina færa leiðin núna er að semja við aðila um að taka sumarspilamennskuna að sér.

4. Mótaskrá - Ákvörðun keppnisgjalda 2001-2002 - Meistarastig.

Mótanefnd þarf að ákveða dagsetningar Íslandsmóta sem fyrst. Ákveðið að hafa óbreytt keppnisgjöld í Íslandsmótum á næsta keppnistímabili, nema í úrslitum tvímennings kr. 4.000/parið. Tekjur Bridgehátíðar standa ekki lengur undir kostnaði. Ákveðið að endurskoða verðlaunaupphæð o.fl. og hækka keppnisgjöld í kr. 12.000/parið og kr. 24.000/sveit. Samþykktar tillögur meistarastiganefndar: Spilað um 4 gullstig í leik á Bridgehátíð (í stað 2) og að veitt gullstig vegna tvímennings Bridgehátíðar verði samtals 142 í stað 76 (sjá nánar sundurliðun). Íslandsmót í paratvímenningi: Veitt verði gullstig fyrir 10 efstu sætin (sjá nánar sundurliðun).

5. Önnur mál.

1) Sigtryggur leggur til að lagðar verði niður takmarkanir um fjölda spilara frá félögum innan svæðasambandanna. Málinu vísað til umræðu svæðaformanna á hádegisverðarfundinum á Hvanneyri.
2) Ljósbrá leggur til að BSÍ ráði fræðslufulltrúa til starfa í a.m.k. 50 % starf. Nefnd skipuð til að undirbúa málið: Ljósbrá Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson, Anton Haraldsson.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar