15. október 2001

mánudagur, 15. október 2001

Stjórnarfundur 15. október 2001

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason, Ljósbrá Baldursdóttir, Sigtryggur Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

a) Ársreikningurinn er tilbúinn, hagnaður ársins án fjármagnsliða er rúmar
6 millj. en tæp milljón að teknu tilliti til fjármagnsliða og eigið fé BSÍ eykst um 32 millj. þar af 31 millj. vegna sölu Þönglabakka.
b) BSÍ getur fengið danska bridgefélagaforritið til afnota án endurgjalds, en forritið þarf að þýða og aðlaga að íslenskum staðháttum og gæti kostnaður orðið allt að kr. 1 millj. Samþykkt að ganga til samninga við höfund forritsins á þessum nótum, þannig að verkinu sé lokið í síðasta lagi 20.desember. Stjórnin er sammála um að félögin geti sótt forritið á vef BSÍ sér að kostnaðarlausu.
c) Nýr vefur Bridgesambandsins verður opnaður á ársþinginu á sunnudag.
d) NBU hefur ekki enn ákveðið hvenær næsta/næstu Norðurlandamót verða haldin. Stjórnin samþykkir að óska eftir að mótin verði á oddatöluárum, en ekki er tekin afstaða til hvenær árs er best að halda mótin. Oddatöluárin eru auðveldari fjárhagslega (ekki Evrópumót).
e) Fyrirhugað samstarf Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs í innkaupa- og sölumálum, er runnið út í sandinn, en Danir hafa þó ákveðið að stofna Bridgebúð í anda fyrri hugmynda og Stefanía telur góðan möguleika á að samstarf við Danina geti verið okkur hagstætt og mun kanna það vel á næstu dögum.
f) Kostnaður vegna spilagjafa hefur verið óbreyttur frá upphafi. Samþykkt að hækka greiðslu til spilagjafarans um kr. 5 og útseldar gjafir hækki tilsvarandi.
g) Seljendur Síðumúla 37 hafa óskað eftir að fresta afhendingu til 1.janúar, gegn því að greiða sanngjarna húaleigu fyrir desember mánuð. Stjórnin samþykkir að ganga að þessu og stefnt verði að vígslu í Síðumúlanum 2.febrúar með parasveitakeppni. Í framhaldi af þessu varð umræða um hvort gera ætti ráð fyrir sérstökum "reykklefa" í nýja húsnæðinu eða ekki. Ákveðið var að fjalla um málið á ársþinginu, en skv. landslögum er bannað að reykja í félagsheimilum.

2. Ársþing.

Ljósbrá tilkynnti að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru henni þökkuð vel unnin störf.

3. Önnur mál.

a) Stjórn BSÍ færir Helga Jóhannssyni og Birni Eysteinssyni þakkir fyrir að halda velheppnað einmenningsmót á Grand Hótel í tilefni 10 ára afmælis heimsmeistaratitilsins, en ágóði af mótinu rennur til fræðslustarfs.
Einnig þakkar stjórnin gott framtak Sveins Rúnars Eiríkssonar, Guðlaugs Sveinssonar og Stefáns Garðarssonar að halda óvenju veglegt mót á Hótel Örk af sama tilefni.
b) Samþykkt að halda undankeppni Íslandsmóts í tvímenningi í Hreyfilshúsinu.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar