16. júlí 2001

mánudagur, 16. júlí 2001

Stjórnarfundur BSÍ 16. júlí 2001

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason, Ljósbrá Baldursdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Húsnæðismál

Samþykkt að gera tilboð í Síðumúla 37, 3.hæð kr. 34 millj., í kaupverði er
fyrirhuguð viðgerð og málning á húsinu. Afhending hússins er 1.des. nk.
Guðmundi og Stefaníu veitt umboð til að ganga frá kaupunum.
Gera verður ráðstafanir um annað húsnæði frá 15.sept. og fram að áramótum.

Stefanía yfirgefur fundinn kl. 17.50.

2. Ný heimasíða

Ólafur Steinason lagði fram hugmyndir að nýrri heimasíðu sem verður
gagnagrunns tengd. Samþykkt að ganga að tilboði Rebekku Helgu
Aðalsteinsdóttur (sjá fylgiskjal). Ólafur Steinason hefur umsjón með verkinu.

3. 10 ára afmæli heimsmeistaratitilsins

Þar sem hópur bridgeáhugamanna, með Svein Rúna í broddi fylkingar, hafa ákveðið að halda bridgemót á Hótel Örk 12-14 okt. nk. var samþykkt að halda ekki sjálfstætt mót.
Sveinn Rúnar hefur beðið um leyfi að veitt verði gullstig. Þar sem tilefnið er svo
sérstakt samþykkir stjórnin það, svo fremi að það sé innan ramma laganna,.


4. EM 2001

Ísak Örn óskaði eftir upplýsingum um kostnað vegna landsliðsmanna,
aðstoðarmanns og eiginkvenna. Málið rætt betur á næsta fundi og sundurliðaður
kostnaður lagður fram..

Fundi slitið kl. 18.30



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar