12. júní 2001
þriðjudagur, 12. júní 2001
Stjórnarfundur BSÍ 12. júní 2001
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ísak Örn
Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Sigtryggur Sigurðsson, Erla
Sigurjónsdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir
1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Flutningar úr Þönglabakkanum gengu vel. Húsgögn og aðrir munir
eru í geymslu
á 2 stöðum, í bílskúr í Hafnarfirði og í kjallageymslu í
Mjóddinni.
Verið er að ganga frá samningum um Bridgehátíð 2002, á svipuðum
nótum og
undanfarin ár.
Í undirbúningi er að stofna Norrænt Bridgeforlag. BSÍ, Færeyjum og
Finnlandi
verður boðið að gerast hluthafi þegar Danmörk, Noregur og Svíþjóð
hafa samið
sín á milli. Beðið er eftir nánari upplýsingum.
|
2. Húsnæðismál.
Guðmundur sagði frá 3 húseignum sem eru til skoðunar; í
Tranavogi, við
Stórhöfða og Síðumúla 37. Stjórnarmenn skoða hið síðastnefnda eftir
fundinn. Á
2 fyrstnefndu húseignunum hvílir vsk-kvöð en ekki á
Síðumúlanum.
|
3. Sumarbridge
Lagt fram bréf frá Matthíasi Þorvaldssyni, þar sem hann kvartar
yfir að ekkert
útboð á sumarbridge hefði farið fram, en þess í stað gengið til
samninga við Svein
Rúnar.
Á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að vegna óvissu í húsnæðismálum
væri ekki
hægt að hafa útboð eins og venjulega og framkvæmdastjóra falið að
finna
rekstraraðila. Guðmundur og Stefanía svara bréfinu.
|
4. Íslandsmót til
Siglufjarðar.
Bf. Siglufjarðar óskar eftir að halda Íslandsmót á næsta
keppnistímabili.
Mótanefnd falið að afgreiða málið. Stjórnin er jákvæð og
finnst
paratvímenningurinn hentugastur.
Fundi slitið kl. 18.45
|