7. febrúar 2001

miðvikudagur, 7. febrúar 2001

Stjórnarfundur BSÍ 07. febrúar 2001

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Elín Jóhannsdóttir, Ólafur Steinason, Sigtryggur Sigurðsson, Kristján Örn Kristjánsson, Anton Haraldsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Undirbúningur Bridgehátíðar gengur vel, en mjög erfitt að fá fólk til að safna auglýsingum. Það má búast við 500.000 kr. tapi á mótinu að þessu sinni.
Hluti danska meistarastigaforritsins er kominn, en forritið er ekki nothæft ennþá.
HM í tvímenningi yngri spilara verður í Póllandi 6.-8.júlí og æfingabúðir fyrir yngri spilara 9.-16.júlí á sama stað. Svíar bjóða okkur að senda yngri spilara á æfingabúðir í Svíþjóð í júlí.
Engin skráning hefur borist á EM í tvímenningi á Ítalíu í mars.

2. Húsnæðismál.

Það skýrist innan 2 vikna hvort tilboðsgjafar geta fjármagnað kaupin, en nokkur dráttur hefur orðið á málsmeðferð.
Innheimtukröfu Framfarafélagsins var vísað frá fyrir dómi nýlega í annað sinn.

3. Landsliðsmál. Landsliðsnefnd kvennaliðs.

Páll Bergsson, formaður, Valgerður Kristjónsdóttir og Ragnar Hermannsson eru í nýskipaðri landsliðsnefnd kvennaliðsins. Stjórnin lýsir ánægju sinni með skipan nefndarinnar og væntir góðra verka frá nefndarmönnum. Kostnaðaráætlun verður lögð fyrir stjórn þegar vinnuáætlun liggur fyrir.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar