7. febrúar 2001
Stjórnarfundur BSÍ 07. febrúar 2001
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ljósbrá
Baldursdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Elín Jóhannsdóttir, Ólafur
Steinason, Sigtryggur Sigurðsson, Kristján Örn Kristjánsson, Anton
Haraldsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
| 1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Undirbúningur Bridgehátíðar gengur vel, en mjög erfitt að fá
fólk til að safna auglýsingum. Það má búast við 500.000 kr. tapi á
mótinu að þessu sinni. |
| 2. Húsnæðismál. Það skýrist innan 2 vikna hvort tilboðsgjafar geta fjármagnað
kaupin, en nokkur dráttur hefur orðið á málsmeðferð. |
| 3. Landsliðsmál. Landsliðsnefnd
kvennaliðs. Páll Bergsson, formaður, Valgerður Kristjónsdóttir og Ragnar Hermannsson eru í nýskipaðri landsliðsnefnd kvennaliðsins. Stjórnin lýsir ánægju sinni með skipan nefndarinnar og væntir góðra verka frá nefndarmönnum. Kostnaðaráætlun verður lögð fyrir stjórn þegar vinnuáætlun liggur fyrir. |
