18. janúar 2001

fimmtudagur, 18. janúar 2001

Stjórnarfundur BSÍ 18. janúar 2001

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Anton Haraldsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ísak Örn Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Kristján Örn Kristjánsson, Ólafur Steinason, Ljósbrá Baldursdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Rottneros mótið verður spilað 11. - 13. maí. NM Yngri spilara verður 17. - 21. júní í Treldeborg, Svíþjóð. Mini-NM verður í Stokkhólmi 18. - 20. maí, ólíklegt að við sendum lið.
Bridgehátíð 16. - 19. febrúar nk. Gestir verða: Zia Mahmood, Barnet Shenkin, Ralph Katz og George Mittelman. Jason Hackett, Justin Hackett, Fu Zhong og Wayne Chu. Krzysztof Jassem, Piotr Tuszynski, Jacek Romanski og Apolinary Kowalsky. Meistarastigaforritið verður væntanlega tilbúið, sniðið að okkar þörfum, fyrir mánaðarmót. Securitas vill annaðhvort selja okkur myndavélarnar í sýningaherberginu á kr. 50.000 eða fjarlægja þær. Ákveðið í ljósi líklegra flutninga að láta fjarlægja þær.
Samþykkt að breyta fundartíma stjórnar. Framvegis verða stjórnarfundir annan miðvikudag í hverjum mánuði.

2. Húsnæðismál.

Tilboði frá trúfélaginu Frelsið hefur verið tekið. Tilboðið er með fyrirvara um fjármögnun og miðast við afhendingu 15.maí nk. Það verður ljóst eftir 2 - 3 vikur hvort af sölu verður.

3. Gjald v/silfurstiga.
Eftirfarandi gjaldskrá samþykkt:

1 dagsmót - 200 kr/spilara
2ja daga eða helgarmót (fös-sun), bikarkeppni svæða - 250 kr/spilara
Mót sem er lengra borgar að auki 200/dag að hámarki - 500 kr/spilara
Sérstök silfurstigamót innan félaga, sem spiluð eru á spilakvöldum viðkomandi félags greiða 200 kr/hvert kvöld.
Þarna eru tekin skref í þá átt að samræma gjaldið lengd móta.

4. Söfnun bridgesögunnar.

Samþykkt að fela Þórði Sigfússyni að halda áfram merku söfnunarstarfi sínu.

5. Landsliðsmál.

A) Kvennalandslið.
Anton reifaði hugmyndir sínar um næstu skref í málum kvennalandsliðsins. Ákveðið að undirbúningsnefndin (G.Á., L.B., A.H.) haldi fund með Páli Bergssyni, Valgerði Kristjónsdóttur og Ragnari Hermannssyni. Rædd verði stefnumótun og hlutverk landsliðsnefndar.
B) Yngri spilarar.
Samþykkt að senda 5 manna lið auk fyrirliða á NM í sumar.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar