16. nóvember 2000

fimmtudagur, 16. nóvember 2000

Stjórnarfundur BSÍ 16. nóvember 2000

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Anton Haraldsson, Sigtryggur Sigurðsson, Kristján Örn Kristjánsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

A) Zia er búinn að staðfesta þátttöku á næstu Bridgehátíð.
B) Bréf frá sænska bridgesambandinu. Óska eftir að lið skipuð yngri en 20 ára fái að taka þátt í NM yngri spilara á næsta ári, þrátt fyrir samþykkt NBU í sumar. BSÍ gerir ekki athugasemd við það.
C) Bridgekvöld bridsskólans og BSÍ á mánudögum undir stjórn Hjálmtýs B. byrja vel.
D) Töskubridge farinn af stað. 1.500 kr. kostar að leigja sér tösku með 24 spilum, hvert mót tekur 2 mánuði.
E) Vegna hækkunar borðagjalda þarf að endurskoða greiðslu fyrir silfurstigamót. Vísað til mótanefndar.
F) Verið er að aðlaga danska meistarastigaforritið að okkar þörfum. Reiknað með að forritið verði tilbúið til notkunar um áramót.

3. Dómnefnd - mótanefnd.

Jón Baldursson óskar eftir að hætta í mótanefnd. Runólfur Jónsson kosinn í hans stað.
Dómnefnd:
Guðmundur Páll Arnarson, formaður
Ásgeir Ásbjörnsson
Erla Sigurjónsdóttir
Gylfi Baldursson
Hermann Lárusson
Jón Hjaltason
Jónas P. Erlingsson
Páll Bergsson
Örn Arnþórsson

4. Framkvæmdaráð.

Guðmundur Ágústsson
Ólafur Steinason
Stefán Garðarsson

5. Minningarsjóður Alfreðs Alfreðssonar.

Einar Jónsson, formaður
Guðmundur Ágústsson
Stefanía Skarphéðinsdóttir

6. Landsliðmál. Kvennalandslið.

Ljósbrá og Erla víkja af fundi. Samþykkt að Guðmundur, Anton og Ljósbrá vinni að tillögum sem verði lagðar fyrir næsta fund.

7. Önnur mál.

Þar sem bridge er orðin Ólympíuíþrótt styttist í að BSÍ verði aðili að ÍSÍ og Ólympíunefndinni. Ákveðið að Guðmundur ræði við Ellert Schram og fái upplýsingar um kosti og galla þess að ganga í ÍSÍ.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar