26. október 2000

fimmtudagur, 26. október 2000

Stjórnarfundur BSÍ 26. október 2000

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Sigtryggur Sigurðsson, Kristján Örn Krisjtánsson, Anton Haraldsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Fundargerð síðasta fundar.

Guðmundur bauð stjórnarmenn velkomna til starfa, nýkjörna sem endurkjörna.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

A) Fjárhagsáætlun. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun næsta árs. Áætlaðar tekjur kr. 19,9 millj. en gjöld kr. 20,7 millj. eða kr. 800.000 gjöld umfram tekjur. Tekin ákvörðun um að senda landslið yngri spilara á NM 2001. Ákvörðun um þátttöku kvennalandsliðs á EM 2001 frestað til næsta fundar. Ákveðið að Þórður Sigfússon haldi áfram starfi sínu við söfnun bridgesögunnar til áramóta. Kostnaðarliðir verða skoðaðir enn betur og reynt að finna tekju- og sparnaðarleiðir en sala húsnæðisins myndi að sjálfsögðu breyta miklu. Hins vegar er BSÍ ekki á heljarþröm og eigið fé jákvætt. Mikil vinna er, nú sem fyrr, lögð í að rétta hlut BSÍ á fjárlögum Alþingis fyrir næsta ár og fer Guðmundur á fund hjá fjárlaganefnd eftir helgi. Ljóst er að til að fjármagna halla síðast árs og greiða lausaskuldir, þarf að taka að láni kr 11 millj.
B) Landstvímenningur. BSÍ sér að þessu sinni um samnorræna tvímenninginn 16. og 17.nóv., sem jafnframt er landstvímenningur. Ákveðið að keppnisgjald verði kr. 1.000/mann.
C) Bridgehátíð 16.-19.febrúar 2001. Gestir verða Jason og Justin Hackett frá Bretlandi, Fu Zhong og Wayne Shu frá Kína, Balicki og Smudzinsky ásamt öðru pósku landsliðspari. Zia er boðinn, en beðið er eftir svari frá honum. Bridgehátíðarnefnd skipuð: Stefanía og Ljósbrá frá BSÍ og Sigurður B. Þorsteinsson frá B.R.

3. Verkaskipting stjórnar og skipun fastanefnda.

Varaforseti Ólafur Steinason
Gjaldkeri Stefán Garðarsson
Ritari Ísak Örn Sigurðsson
Mótanefnd
Formaður Ólafur Steinason
Ísak Örn Sigurðsson
Jón Baldursson
Til vara Anton Haraldsson
Ljósbrá Baldursdóttir
Brynjólfur Gestsson
Meistarastiganefnd
Formaður Stefán Garðarsson
Sveinn Rúnar Eiríksson
Erla Sigurjónsdóttir
Laga- og keppnisreglunefnd
Formaður Anton Haraldsson
Sveinn Rúnar Eiríksson
Pétur Guðjónsson
Dómnefnd
Anton Haraldsson óskar eftir að hætta sem formaður. Ákveðið að dómnefndin starfi óbreytt fram að næsta stjórnarfundi en þá verði skipuð ný.
Áfrýjunarnefnd
Formaður Guðjón Bragason
Varaformaður Björgvin Þorsteinsson
Birkir Jónsson
Esther Jakobsdóttir
Guðmundur Sv. Hermannsson
Kristján Már Gunnarsson
Kristján Kristjánsson

4. Nýjar reglur um "alert" og kerfiskort.

Reglurnar samþykktar samhljóða og verða teknar í notkun í undankeppni Íslandsmótsins í tvímenningi.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar