26. október 2000
Stjórnarfundur BSÍ 26. október 2000
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ólafur
Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ljósbrá
Baldursdóttir, Sigtryggur Sigurðsson, Kristján Örn Krisjtánsson,
Anton Haraldsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
1. Fundargerð síðasta fundar.
Guðmundur bauð stjórnarmenn velkomna til starfa, nýkjörna sem
endurkjörna. |
2. Skýrsla framkvæmdastjóra
A) Fjárhagsáætlun. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun næsta árs.
Áætlaðar tekjur kr. 19,9 millj. en gjöld kr. 20,7 millj. eða kr.
800.000 gjöld umfram tekjur. Tekin ákvörðun um að senda landslið
yngri spilara á NM 2001. Ákvörðun um þátttöku kvennalandsliðs á EM
2001 frestað til næsta fundar. Ákveðið að Þórður Sigfússon haldi
áfram starfi sínu við söfnun bridgesögunnar til áramóta.
Kostnaðarliðir verða skoðaðir enn betur og reynt að finna tekju- og
sparnaðarleiðir en sala húsnæðisins myndi að sjálfsögðu breyta
miklu. Hins vegar er BSÍ ekki á heljarþröm og eigið fé jákvætt.
Mikil vinna er, nú sem fyrr, lögð í að rétta hlut BSÍ á fjárlögum
Alþingis fyrir næsta ár og fer Guðmundur á fund hjá fjárlaganefnd
eftir helgi. Ljóst er að til að fjármagna halla síðast árs og
greiða lausaskuldir, þarf að taka að láni kr 11 millj. |
3. Verkaskipting stjórnar og skipun
fastanefnda. Varaforseti Ólafur Steinason |
4. Nýjar reglur um "alert" og
kerfiskort. Reglurnar samþykktar samhljóða og verða teknar í notkun í undankeppni Íslandsmótsins í tvímenningi. |