13. september 2000

miðvikudagur, 13. september 2000

Stjórnarfundur BSÍ 13. september 2000

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ísak Örn Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Ólafur Steinason, Erla Sigurjónsdóttir, Anton Haraldsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir Dagskrá:

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Nefndin þarf að koma saman vegna deilumáls úr 2. umferð bikarkeppni BSÍ milli sveita Roche og Boga Sigurbjörnssonar. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í Áfrýjunarnefnd vegna afskipta af málinu á fyrri stigum. Þar sem nauðsynlegt þykir að einn nefndarmanna sé löglærður samþykkir stjórnin að Björgvin Þorsteinsson taki sæti Jón Steinars við afgreiðslu þessa máls.

2. Fundargerðir.

Brotist var inn í ágúst, en engu stolið og skemmdir greiddar af tryggingafélagi. Kynnt fundargerð frá fundi NBU í Hveragerði í sumar. Rottneros-mótið verður 11.-13.maí. NBU stefnir að því að koma Svíanum Micke Melander í stjórn EBL en hann er tölvunarfræðingur. Fjárhagsstaða BSÍ er óvenju slæm um þessar mundir, en forsetinn gerir sér vonir um hærri styrk á næstu fjárlögum.

3. Húsnæðismál.

Enn er verið að reyna að ná samningum við sama aðila, gengur hægt.

4. Veitingasalan - dagskrá vetrarins.

Vegna hugsanlegrar sölu húsnæðisins er ekki hægt að bjóða veitingasöluna út eins og venjulega. Ákveðið að ganga til samninga við Erlu Sigurjónsdóttur og leigja aðstöðuna til 1.des. með möguleika á framlengingu til jóla. Til að byrja með a.m.k. verður ekki spilað á miðvikudögum, en vonandi að það ástand verði ekki viðvarandi.

5. Íslandsmót - Paratvímenningur 2001

Bridgefélag Akureyrar hefur óskað eftir að fá mótið norður. Samþykkt samhljóða.

6. Ársþing BSÍ 15. október nk.

Samþykkt að leggja til hækkun borðagjalda úr 75 kr. í 100 kr. Rædd skipan áfrýjunarnefndar, sem nú verður kosin í fyrsta sinn. Guðmundur og Anton undirbúa tillögur að lagabreytingum fyrir næsta stjórnarfund.

7. Landsliðsmál.

Opni flokkurinn stóð sig frábærlega á Ólympíumótinu í Hollandi og hafnaði í 5. - 8.sæti. Stjórnin óskar þjálfara og spilurum til hamingju með frammistöðuna. Góð umfjöllun var um mótið í Morgunblaðinu og útvarpinu, en sjónvarpsstöðvarnar sinntu mótinu ekkert og DV mjög lítið. Unglingalandsliðið lenti í 17.sæti á EM í Tyrklandi og voru það nokkur vonbrigði. Anton gefur áfram kost á sér til þjálfunarstarfa fyrir yngri spilarana. Stjórnin þiggur boðið með þökkum.

8. Nýr fundatími.

Samþykkt að framvegis verði stjórnarfundir haldnir annan fimmtudag í hverjum mánuði, kl. 17.00



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar