24. ágúst 2000

fimmtudagur, 24. ágúst 2000

Stjórnarfundur BSÍ 24. ágúst 2000

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ólafur Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Þorlákur Jónsson og Þórður Sigfússon f.h. framkvæmdastjóra.

1. Skipun varamanns í Áfrýjunarnefnd.

Nefndin þarf að koma saman vegna deilumáls úr 2. umferð bikarkeppni BSÍ milli sveita Roche og Boga Sigurbjörnssonar. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í Áfrýjunarnefnd vegna afskipta af málinu á fyrri stigum. Þar sem nauðsynlegt þykir að einn nefndarmanna sé löglærður samþykkir stjórnin að Björgvin Þorsteinsson taki sæti Jón Steinars við afgreiðslu þessa máls.

2. Húsnæðismál.

Guðmundur Ágústsson forseti BSÍ á í samningaviðræðum við hugsanlegan kaupanda/leigjanda. Ef húsnæðið verður leigt er tvennt í stöðunni:

Að leigja annað húsnæði fyrir starfsemina.
Selja fjárfestum húsnæðið að Þönglabakka og fjárfesta í nýju.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar