7. júní 2000
Stjórnarfundur BSÍ 07. júní 2000
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ísak Örn
Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Þorlákur
Jónsson, Anton Haraldsson, Sveinbjörn Eyjólfsson, Ólafur Steinason
og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
| 1. Húsnæðismál. Guðmundur skýrði stöðu mála, en samningar við tilboðsgjafa
standa enn yfir. Rætt var um hvort væri hagstæðara í framhaldinu að
kaupa eða leigja húsnæði. Framkvæmdanefnd hefur umboð stjórnar til
að ganga frá sölusamningum. |
| 2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Sveinn Rúnar fyrirliði unglingalandsliðsins hefur af miklum
dugnaði safnað styrktaraðilum fyrir Evrópumótið, þannig að
spilararnir geti búið á spilastað, en ekki á hóteli í lágum
gæðaflokki eins og fyrirhugað var vegna bágrar fjárhagsstöðu
sambandsins. Stjórnin þakkar fyrirliðanum þetta góða framtak. |
| 3. Norðurlandamótið. Stefanía upplýsti að Norðmenn, Danir og Svíar ætli að leggja til að framvegis verði Norðurlandamót alltaf haldin á sama stað í Danmörku eða S-Svíþjóð en Íslendingum og öðrum jaðarþjóðum greiddur ferðastyrkur í staðinn. Samþykkt að bjóða heimsmeisturum, stjórnarmönnum, bridgeblaðamönnum o.fl. á lokahóf og verðlaunaafhendingu. |
