7. júní 2000

miðvikudagur, 7. júní 2000

Stjórnarfundur BSÍ 07. júní 2000

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Ísak Örn Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Þorlákur Jónsson, Anton Haraldsson, Sveinbjörn Eyjólfsson, Ólafur Steinason og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Húsnæðismál.

Guðmundur skýrði stöðu mála, en samningar við tilboðsgjafa standa enn yfir. Rætt var um hvort væri hagstæðara í framhaldinu að kaupa eða leigja húsnæði. Framkvæmdanefnd hefur umboð stjórnar til að ganga frá sölusamningum.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Sveinn Rúnar fyrirliði unglingalandsliðsins hefur af miklum dugnaði safnað styrktaraðilum fyrir Evrópumótið, þannig að spilararnir geti búið á spilastað, en ekki á hóteli í lágum gæðaflokki eins og fyrirhugað var vegna bágrar fjárhagsstöðu sambandsins. Stjórnin þakkar fyrirliðanum þetta góða framtak.

3. Norðurlandamótið.

Stefanía upplýsti að Norðmenn, Danir og Svíar ætli að leggja til að framvegis verði Norðurlandamót alltaf haldin á sama stað í Danmörku eða S-Svíþjóð en Íslendingum og öðrum jaðarþjóðum greiddur ferðastyrkur í staðinn. Samþykkt að bjóða heimsmeisturum, stjórnarmönnum, bridgeblaðamönnum o.fl. á lokahóf og verðlaunaafhendingu.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar