3. maí 2000
Stjórnarfundur BSÍ 03. maí 2000
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Þorlákur
Jónsson, Ólafur Steinason, Ljósbrá Baldursdóttir, Sigtryggur
Sigurðsson, Sveinbjörn Eyjólfsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak Örn
Sigurðsson, Páll Þórsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Erindi BSÍ til Reykjavíkurborgar um niðurfellingu
fasteignagjalda var hafnað. Í fyrra fékst helmings niðurfelling og
eykur þetta kostnað BSÍ um kr. 400.000. Uppgjör vegna Bridgehátíðar
liggur fyrir, mótið er nokkurn veginn á sléttu. Bréf frá formanni
meistarastiganefndar hjá Sænska Bridgesambandinu, tillögur um
breytingar á stigagjöf.. Ísak Örn kynnir sér málið. Boð frá Þýska
Bridgesambandinu, ísl. landsliðinu boðið á Bonn-cup, því miður
leyfir fjárhagur okkar ekki að þiggja boðið. |
2. Sumarbridge. Aðeins eitt tilboð barst frá Sveini Rúnar Eiríkssyni. Tilboðið
er án tilskilinnar tryggingar og barst eftir að frestur rann út.
Tilboðið er töluvert lægra en ásættanlegt þykir. Framkvæmdaráði
falið að ræða við Svein Rúnar eða leita annarra lausna |
3. Landsliðsmál. Þorlákur sagði frá undirbúningi opna flokksins. Kristján Blöndal
hefur tekið að sér fyrirliðastarfið í kvennaflokknum og Erla fræddi
fundinn um undirbúninginn. Auk Erlu Sigurjónsdóttur, Drafnar
Guðmundsdóttur, Bryndísar Þorsteinsdóttur og Guðrúnar
Jóhannesdóttur hefur fyrirliðinn valið Hjördísi Sigurjónsdóttur og
Ragnheiði Nielsen í liðið. Páll sagði frá undirbúningi
unglingalandsliðsins fyrir Evrópumótið, en erfitt er um vik þar sem
ekkert paranna búa í sama kjördæmi. |
4. Bréf. A) Stefán Björgvin Sigvaldason sækir um styrk vegna ferðar á
bridgemót í Svíþjóð. Erindinu hafnað, ekki eru fordæmi fyrir
styrkveitingum sem þessari til einstaklinga. |