9. febrúar 2000

miðvikudagur, 9. febrúar 2000

Stjórnarfundur BSÍ 09. febrúar 2000

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Ólafur Steinason, Páll Þórsson, Anton Haraldsson, Sveinbjörn Eyjólfsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Páll Þórsson ritaði fundargerð í fjarveru Ísaks.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Metþátttaka var í Íslandsmótinu í parasveitakeppni um daginn eða 29 sveitir. Góð þátttaka er einnig í Evrópumóti para sem verðu á Ítalíu í mars, en 4 sveitir hafa skráð sig héðan. Undirbúningur fyrir NM í sumar er í fullum gangi og gengur ágætlega. Ósk hefur borist frá Jóni Baldurssyni um styrk vegna boðs á Generali Masters í Aþenu í vor. (Heimsmeistaramótið í einmenningi). Samþykkt að styrkja Jón eins og áður.

2. Bridgehátíð 2000.

Forseti Alþingis Halldór Blöndal setur hátíðina. Undirbúningur skv. áætlun.

3. Landsliðsmál.
Opinn flokkur.

Búið er að ganga frá ráðningu Guðmund Páls Arnarsonar í starf landsliðseinvalds.

Kvennaflokkur. 5 sveitir tóku þátt í landsliðskeppni um sl. helgi. 2 efstu sveitirnar spila til úrslita 3 x 28 spil í lok febrúar.

Yngri spilarar. Samþykkt að senda lið á EM sem verður haldið í júlí í Tyrklandi.

4. Bréf frá Sænska Bridgesambandinu.

Danir og Svíar eru óánægðir með einhliða breytingar sem Norðmenn hafa gert á úthlutun meistarastiga. Stefaníu falið að afla upplýsinga um málið. Tillögur að breytingum sem leggja á fyrir fund í Kaupmannahöfn um páskana kynntar, vísað til Meistarastiganefndar, afgreiðslu óskað fyrir næsta stjórnarfund.

5. Húsnæðismál.

Málið er í biðstöðu.

6. Önnur mál.

Anton, formaður laga- og keppnisreglunefndar upplýsti að verið væri að vinna í "alert" málum og þ.h. og væri nefndin að ath. þróunina erlendis.

Guðmundur las uppkast að bréfi vegna fyrirhugaðrar söfnunar í landsliðssjóð.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar