12. janúar 2000
Stjórnarfundur BSÍ 12. janúar 2000
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Þorlákur
Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Ólafur
Steinason, Anton Haraldsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ísak Örn
Sigurðsson, Sveinbjörn Eyjólfsson og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Þórður Sigfússon hefur í nokkur tíma unnið að söfnun
bridgesögunnar á Íslandi og eru bækurnar alls orðnar 20. Þrjár
síðustu bækur sem Þórður hefur tekið saman skoðaðar og fékk hann
mikið hrós fyrir. Útlit er fyrir góða þátttöku frá Íslandi á
Evrópumót para á Ítalíu í mars nk. Evrópumót yngri spilara 2000
verður haldið í Tyrklandi 6.-16.júlí nk. Reynt verður að ferðast
með t.d. Dönum til að ná kostnaði niður. Á vegum EBL verður haldið
kvennamót í Prag í endaðan maí. |
2. Bridgehátíð 2000. Gestir að þessu sinni verða: |
3. Landsliðsmál. Opinn flokkur. Guðmundur gerði grein fyrir viðræðum sem hann og Stefanía hafa
átt við Guðmund Pál Arnarson. Lagðar fram tillögur GPA að
undirbúningi og kostnaðaráætlun. Samþykkt að ráða GPA
landsliðseinvald í opnum flokki fram yfir EM 2001. Framkvæmdanefnd
og - stjóra falið að ganga frá samningi við Guðmund Pál. Mikill
kostnaður er fyrirsjáanlegur á árinu vegna landsliða (EM yngri
spilara, NM, og Ólympíumót). Guðmundur Ág. ræddi hugmyndir að
fjáröflun og taldi nauðsynlegt fyrir framtíð
bridgehreyfingarinnarað taka þátt í þessum mótum. |
4. Önnur mál. Lagt fram bréf Þórðar Ingólfssonar dags. 14.12.1999. Kvartað er
yfir framkomu eins spilara á spilakvöldi hjá Bf. Barðstrendinga og
Kvenna. Bréfinu vísað til félagsins. |