6. október 1999

miðvikudagur, 6. október 1999

Stjórnarfundur BSÍ 06. október 1999

Mættir á fundinn: Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Þorsteinn Berg, Ljósbrá Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Stefanía Skarphéðinsdóttir og Kristján Kristjánsson.

1. Ársþing

Nefnd sem mynduð var til að endurskoða lög BSÍ skýrði frá þeim breytingum sem hún leggur til. Tillögurnar ræddar og afgreiddar til framlagningar á þinginu. Tveir stjórnarmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs, þeir Þorsteinn Berg ritari og Ragnar Magnússon varaforseti. Forseti BSÍ Kristján Kristjánsson lætur af störfum eftir þriggja ára forsetasetu.

2. Námskeið -- lærðu að kenna bridge

Guðmundur Páll Arnarson hefur tekið að sér f.h. BSÍ að halda námskeið laugardaginn 9.okt fyrir þá sem hafa áhuga á að kenna bridge. BSÍ greiðir allan kostnað vegna námskeiðsins, einnig ferðakostnað. Sent hefur verið bréf til allra bridgefélaga og félögin hvött til að senda þátttakendur á námskeiðið.

3. Æfingar yngri spilara

Bréfi barst frá Antoni Haraldssyni þar sem hann lýsir áhuga á málefnum yngri spilara og býðst til að leiðbeina þeim t.d. einu sinni í viku án endurgjalds. Framkvæmdastjórnin hefur ákveðið að þiggja aðstoð Antons, og hefur hann þegar hafist handa. Stjórnin er Antoni mjög þakklát fyrir framtakið.

4. Bréf vegna Sabina Auken

Borist hefur bréf frá Danska Bridgesambandinu þar sem farið er fram á að hin þýska Sabine Auken fái að spila með danska landsliðinu á NM 2000. Skiftar skoðanir voru innan stjórnarinnar en samþykkt að kanna afstöðu hinna bridgesambandanna á Norðurlöndum.

5. Fimmtudagar

Nefndin sem kosin var til að koma af stað spilamennsku á fimmtudögum sagði frá störfum sínum. Rætt var við Eirík Hjaltason um að hann tæki að sér að stjórnun. Stjórnin samþykkti að Stefanía gangi frá samningum við Eirík og sér almennt ekkert því til fyrirstöðu að keppnisstjóri reki spilakvöld á eigin (fjárhags)ábyrgð.

6. Landstvímenningur

Norska Bridgesambandið sér um landstvímenninginn að þessu sinni. Spilað verður fimmtudaginn 9. des., en ekki 19. nóv. eins og segir í mótaskrá.

7. Boð frá Sænska Bridgesambandinu

Svíar halda námskeiðshelgi 13.-14.nóv. Fjallað er um kennslu yngri spilara, hvernig á að fá nýtt fólk í félögin, auglýsingar, fjármál, kennslu almennt og margt fleira. Kostnaður er í lágmarki. Samþykkt að Stefanía og Ljósbrá taki þátt í námskeiðinu.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar