27. október 1999
Stjórnarfundur BSÍ 27. október 1999
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, nýkjörinn
forseti, setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fyrsta
stjórnarfund starfsársins. Hann sagði mikil verkefni framundan, en
sagðist þess fullviss að ef stjórnin ynni saman sem einn maður væri
hægt að auka bridgeáhugann og búa betur að íþróttinni.
| 1. Skýrsla framkvæmdastjóra
Stefanía lagði fram drög að fjárhagsáætlun 1999-2000. Óvissa er
vegna nokkurra kostnaðarliða t.d. NM í Hveragerði, Ólympíumóts og
EM yngri spilara. BSÍ er boðið að senda sveit á Sicily Open í des.
(fæði og gisting). EM para verður á Rimini, Ítalíu
18.-24.mars. |
| 2. Nýafstaðið ársþing. Guðmundur fór yfir helstu umræðuefni ársþingsins. |
| 3. Verkaskipting stjórnar.
Forseti Guðmundur Ágústsson |
| 4. Skipun fastanefnda. Mótanefnd: Þorlákur Jónsson form., Jón Baldursson, Sveinbjörn
Eyjólfsson |
| 5. Stefnumótun. Guðmundur Ágústsson telur mikilvægt að vinna betur að útbreiðslu
bridge. Huga sérstaklega að húsnæðismálum og sölu á núverandi
húsnæði og verja þeim peningum til útbreiðslustarfs. Leggja þurfi
rækt við landsliðismál, því framgangur bridgeíþróttarinnar byggist
að mestu leyti á góðum árangri landsliðanna. Erla taldi vandann að
miklu leyti hægt að rekja til þess að félagslega þáttinn vantaði
hjá spilurum á Íslandi. Sveinbjörn taldi að til þess að fá nýja
spilara í hreyfinguna, væri stefnumörkun nauðsynleg og skipa þyrfti
kynningarfulltrúa. Mikilvægt væri að breyta ímynd fólks um
bridgespilarann. Stefanía sagði nauðsynlegt að reyna að ná til
eldri borgara t.d. bjóða upp á kennslu fyrir þennan aldurshóp.
Einnig yrði að leggja rækt við yngsta aldurshópinn og vel mætti
hugsa sér að gefa öllum börnum í einum árgangi spil á hverju ári.
Guðmundur gerði grein fyrir framvindu mála í húsnæðismálum, tveir
aðilar hafi hugsanlega áhuga á húsnæði BSÍ eða hluta þess. |
| 6. Kjördæmamót. Guðmundur greindi frá því að ósk hefði borist frá Bs.
Reykjavíkur um að breyta reglugerð kjördæmamótsins. Laga- og
keppnisreglnanefnd falið að leggja fram tillögu fyrir næsta
stjórnarfund. |
| 7. Önnur mál. Sigtryggur upplýsti að fulltrúar frá félögum á
höfuðborgarsvæðinu ætluðu að hittast og samræma starfsemi félaganna
og óskaði eftir að framkvæmdastjóri BSÍ mætti á fundinn. |
