8. september 1999
miðvikudagur, 8. september 1999
Stjórnarfundur BSÍ 08. september 1999
Mættir á fundinn: Þorlákur Jónsson, Sigtryggur
Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Þorsteinn Berg,
Ljósbrá Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason,
Stefanía Skarphéðinsdóttir, Kristján Kristjánsson og Ísak Örn
Sigurðsson.
1. Skýrsla framkvæmdarstjóra
Stefanía upplýsti að búið væri að gera samning við Flugleiðir um
næstu Bridgehátíð á sömu kjörum og áður.Sveit Svía hefur þegar
þegið boð um þátttöku. Stefanía og Ljósbrá tilnefndar í BH-nefnd.
Bikarkeppnin: Samþykkt að sýna á töflu með skýringum, undanúrslit
og úrslit. Bréf frá WBF: Nú á einungis eftir að uppfylla örfá
formsatriði til að bridge verði fullgild Olympíu-íþrótt.
|
2. Fjármál
Lagt fram yfirlit um kostnað við rekstur Húsnæðis BSI. Stefanía
leggur til að leiga á forgefnum spilum verði hækkuð, spil til
notkunar í mitchell kosti kr 40 en fyrir barómeter kr 30, einnig
væri nauðsynlegt að greitt væri aukalega þegar spilaður er
monrad-barometer, vegna mikillar ljósritunar sem því fylgir.
|
3. Húsnæðismál
Guðmundur Ágústsson skýrði frá beiðni sem komið hafði frá KEA
Nettó um breytingar á flóttaleiðum í Þönglabakka 1, Guðmundi falið
að tryggja að BSÍ beri engan kostnað af þessum framkvæmdum.
|
4. Ársþing
Dagskrá:in undirbúin. Kristján, Þorsteinn og Ragnar gefa ekki
kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. Formenn nefnda minntir
á að gefa skýrslu á þinginu.
|
5. Fimmtudagar
Sigtryggur Sigurðsson, Ísak Örn Sigurðsson og Þorsteinn Berg
skipaðir í nefnd til að skipuleggja spilamennsku á
fimmtudögum.
|
6. Meistarastigaskrá
Samþykkt að fara þess á leit við Danska Bridgesambandið að fá
afnot af nýju tölvuforiti þeirra til skráningar. Stefaníu falið að
ræða við Danina.
|
7. Landsliðsmál
Einar Jónsson mætti á fundinn, en Ragnar Hermannsson boðaði
forföll. Lagðar voru fram greinargerðir um Evrópumótið á Möltu,
einnig greinargerð frá þjálfara unglingalandsliðsins, Ísaki Erni um
Norðurlandamótið. Stjórnarmenn lásu og ræddu þessar skýrslur, áhugi
var á að setja á fót landsliðsnefnd, sem mundi sjá um undirbúning
og þjálfun allra landsliða. Ákveðið að fá Ragnar og Einar á fund og
ræða málin betur.
|