8. september 1999
Stjórnarfundur BSÍ 08. september 1999
Mættir á fundinn: Þorlákur Jónsson, Sigtryggur
Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Þorsteinn Berg,
Ljósbrá Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason,
Stefanía Skarphéðinsdóttir, Kristján Kristjánsson og Ísak Örn
Sigurðsson.
| 1. Skýrsla framkvæmdarstjóra
Stefanía upplýsti að búið væri að gera samning við Flugleiðir um
næstu Bridgehátíð á sömu kjörum og áður.Sveit Svía hefur þegar
þegið boð um þátttöku. Stefanía og Ljósbrá tilnefndar í BH-nefnd.
Bikarkeppnin: Samþykkt að sýna á töflu með skýringum, undanúrslit
og úrslit. Bréf frá WBF: Nú á einungis eftir að uppfylla örfá
formsatriði til að bridge verði fullgild Olympíu-íþrótt. |
| 2. Fjármál Lagt fram yfirlit um kostnað við rekstur Húsnæðis BSI. Stefanía
leggur til að leiga á forgefnum spilum verði hækkuð, spil til
notkunar í mitchell kosti kr 40 en fyrir barómeter kr 30, einnig
væri nauðsynlegt að greitt væri aukalega þegar spilaður er
monrad-barometer, vegna mikillar ljósritunar sem því fylgir. |
| 3. Húsnæðismál Guðmundur Ágústsson skýrði frá beiðni sem komið hafði frá KEA
Nettó um breytingar á flóttaleiðum í Þönglabakka 1, Guðmundi falið
að tryggja að BSÍ beri engan kostnað af þessum framkvæmdum. |
| 4. Ársþing Dagskrá:in undirbúin. Kristján, Þorsteinn og Ragnar gefa ekki
kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. Formenn nefnda minntir
á að gefa skýrslu á þinginu. |
| 5. Fimmtudagar Sigtryggur Sigurðsson, Ísak Örn Sigurðsson og Þorsteinn Berg
skipaðir í nefnd til að skipuleggja spilamennsku á
fimmtudögum. |
| 6. Meistarastigaskrá Samþykkt að fara þess á leit við Danska Bridgesambandið að fá
afnot af nýju tölvuforiti þeirra til skráningar. Stefaníu falið að
ræða við Danina. |
| 7. Landsliðsmál Einar Jónsson mætti á fundinn, en Ragnar Hermannsson boðaði forföll. Lagðar voru fram greinargerðir um Evrópumótið á Möltu, einnig greinargerð frá þjálfara unglingalandsliðsins, Ísaki Erni um Norðurlandamótið. Stjórnarmenn lásu og ræddu þessar skýrslur, áhugi var á að setja á fót landsliðsnefnd, sem mundi sjá um undirbúning og þjálfun allra landsliða. Ákveðið að fá Ragnar og Einar á fund og ræða málin betur. |
