1. júní 1999

þriðjudagur, 1. júní 1999

Stjórnarfundur BSÍ 01. júní 1999

Mættir á fundinn: Þorlákur Jónsson, Þorsteinn Berg, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Ólafur Steinason, Stefanía Skarphéðinsdóttirog Kristján Kristjánsson.

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra

Alls skráðu sig 48 sveitir í bikarkeppnina og verða sveitir dregnar saman á Akureyri í kjördæmakeppninni.Framkvæmdastjóri fylgist með málaferlum vegna göngugötu, áætlað er að dómur falli eftir 3 - 4 vikur.Á aðalfundi framfarafélagsins var ákveðin hækkun gjalda úr 31.þús í 47.þús. BSÍ hefur greitt um helming af gjöldunum, þ.e. þeim hluta sem tilheyrir bílastæði. Þá var dreift uppkasti að mótaskrá.

2. Húsakaup - sala

Húsnæðið að Þönglabakka hefur verið auglýst til sölu.Rætt var um hugsanleg kaup á húsnæði við Gylfaflöt og hvernig það mundi nýtast.

3. NM 2000

Stefanía lagði fram tilboð frá þrem aðilum, hótel Örk, hótel Loftleiðum og Kirkjubæjarklaustri. Framkvæmdastjóra falið að semja við Hótel Örk.

4. Bidgehátíð 2000

Stefanía er í viðræðum við forráðamenn Loftleiða. Stjórnin samþykkir að hún ljúki málinu.

5. Breytingartillaga v/skipulags EM

Samkvæmt tilllögu verður spilað í tveim deildum framvegis, 18 þjóðir í 1. deild og afgangurinn í 2. deild. Stjórnin er sammmála um að spilað skuli í tveim deildum.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar