1. júní 1999
Stjórnarfundur BSÍ 01. júní 1999
Mættir á fundinn: Þorlákur Jónsson, Þorsteinn
Berg, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Ólafur Steinason,
Stefanía Skarphéðinsdóttirog Kristján Kristjánsson.
1. Skýrsla framkvæmdarstjóra
Alls skráðu sig 48 sveitir í bikarkeppnina og verða sveitir
dregnar saman á Akureyri í kjördæmakeppninni.Framkvæmdastjóri
fylgist með málaferlum vegna göngugötu, áætlað er að dómur falli
eftir 3 - 4 vikur.Á aðalfundi framfarafélagsins var ákveðin hækkun
gjalda úr 31.þús í 47.þús. BSÍ hefur greitt um helming af
gjöldunum, þ.e. þeim hluta sem tilheyrir bílastæði. Þá var dreift
uppkasti að mótaskrá. |
2. Húsakaup - sala Húsnæðið að Þönglabakka hefur verið auglýst til sölu.Rætt var um
hugsanleg kaup á húsnæði við Gylfaflöt og hvernig það mundi
nýtast. |
3. NM 2000 Stefanía lagði fram tilboð frá þrem aðilum, hótel Örk, hótel
Loftleiðum og Kirkjubæjarklaustri. Framkvæmdastjóra falið að semja
við Hótel Örk. |
4. Bidgehátíð 2000 Stefanía er í viðræðum við forráðamenn Loftleiða. Stjórnin
samþykkir að hún ljúki málinu. |
5. Breytingartillaga v/skipulags
EM Samkvæmt tilllögu verður spilað í tveim deildum framvegis, 18 þjóðir í 1. deild og afgangurinn í 2. deild. Stjórnin er sammmála um að spilað skuli í tveim deildum. |