5. maí 1999
Stjórnarfundur BSÍ 05. maí 1999
Mættir á fundinn: Þorlákur Jónsson, Sigtryggur
Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Þorsteinn Berg,
Ljósbrá Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason,
Stefanía Skarphéðinsdóttir og Kristján Kristjánsson.
| 1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Stefanía upplýsti að deila BSÍ og húsfélagsins í Mjódd yrði
tekin til aðalmeðferðar 18.maí, og að dómur félli um miðjan júní.
Undirbúningur kjördæmamótsins sem verðar haldið á Akureyri gengur
vel. Ekki hefur gengið að fá niðurfelld fasteignagjöld á
Þönglabakka 1, en unnið er enn í málinu. |
| 2. Sumarbridge Ljósbrá víkur af fundi. Þrjú tilboð bárust í sumarbridge, frá
eftirtöldum: Sveinn Rúnar Eiríksson 1.555.000,- |
| 3. Rottneros Kristján sagði frá ferð sinni á mót bikarmeistara
Norðurlandanna,þar sem spiluðu Íslensku bikarmeistararnir, þeir
Ásmundur Pálsson, Aðalsteinn Jörgensen, Guðlaugur R.Jóhannsson og
Örn. Kristján sat þar sameiginlegan fund forseta bridgesambanda
Norðurlandanna |
| 4. NM 2000 Stefanía upplýsti stöðu mála í undirbúningi, beðið er eftir
tilboðum í gistingu og spilasal frá Hótel Örk , Hótelinu á
Kirkjubæjarklaustri, lykilhóteli Cabin, Og Grand hótel
Reykjavík. |
| 5. Bikarkeppni BSÍ 1999 Dregið verður í bikarkeppnina á kjördæmamótinu á Akureyri
23.maí. |
| 6. Húsnæðismál Kristján, Guðmundur og Þorlákur, sem var falið á síðasta stjórnarfundi að skoða húsnæði við Gylfaflöt sögðu stjórnarmönnum frá. Málin rædd , og fóru síðan flestir stjórnarmenn og skoðuðu þetta húsnæði. |
