Bikarinn 2022 - upplýsingar

Reglugerð

Skorkort

Tengiliðalisti

  • 1. umferð   síðasti spiladagur er 11. júlí   
  • 2. umferð   síðasti spiladagur er 8. ágúst  
  • 3. umferð   síðasti spiladagur er 3.sept
  • Undanúrslit og úrslit verða spiluð fyrripart sept. 

Fyrirliði sér um að senda úrslit á Matthias@bridge.is og sér um að skila gullstigablaði. 

Væri gaman ef það væru teknar myndir og settar á spjallið þegar spilað er

14. apríl 1999

miðvikudagur, 14. apríl 1999

Stjórnarfundur BSÍ 14. apríl 1999

Mættir á fundinn: Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Þorsteinn Berg, Ísak Örn Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson, Stefanía Skarphéðinsdóttir og Kristján Kristjánsson.

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.

Stefanía sagði frá undirbúningi að NM. unglinga. Þá sagði hún frá að norðurlandamót í opnum flokki og kvennaflokki verði haldið á Íslandi árið 2000 og rétt væri að fara að huga að því. Þá upplýsti hún að búið væri að ráðstafa fimmtudagskvöldunum fram að parakeppni.
Beiðni hefur komið frá leigutaka veitingareksturs um að BSÍ kaupi pylsupott, Stefaníu falið að leysa málið.

2. Sumarbridge

Samþykkt að bjóða út sumarbridge, tilboðum verði skilað 4. maí og tilboðsgjafar leggi fram óafturkræfa tryggingu.
Samþykkt að spila sumarbridge á meðan NM yngri spilara stendur yfir.

3. Rottneros

Bikarmeistarar síðasta árs fara og spila við bikarmeistara hinna Norðurlandanna. Ákveðið að forseti BSÍ fari með og sitji fund forseta bridgesambanda hinna Norðurlandanna.

4. Húsnæðismál

Stjórn BSÍ samþykkir að fela Kristjáni, Guðmundi og Þorláki að skoða húsnæði sem er í byggingu við Gylfaflöt 9, með hugsanleg kaup í huga.