14. apríl 1999
Stjórnarfundur BSÍ 14. apríl 1999
Mættir á fundinn: Þorlákur Jónsson, Sigtryggur
Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Þorsteinn Berg,
Ísak Örn Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson,
Stefanía Skarphéðinsdóttir og Kristján Kristjánsson.
| 1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Stefanía sagði frá undirbúningi að NM. unglinga. Þá sagði hún
frá að norðurlandamót í opnum flokki og kvennaflokki verði haldið á
Íslandi árið 2000 og rétt væri að fara að huga að því. Þá upplýsti
hún að búið væri að ráðstafa fimmtudagskvöldunum fram að
parakeppni. |
| 2. Sumarbridge Samþykkt að bjóða út sumarbridge, tilboðum verði skilað 4. maí
og tilboðsgjafar leggi fram óafturkræfa tryggingu. |
| 3. Rottneros Bikarmeistarar síðasta árs fara og spila við bikarmeistara hinna
Norðurlandanna. Ákveðið að forseti BSÍ fari með og sitji fund
forseta bridgesambanda hinna Norðurlandanna. |
| 4. Húsnæðismál Stjórn BSÍ samþykkir að fela Kristjáni, Guðmundi og Þorláki að skoða húsnæði sem er í byggingu við Gylfaflöt 9, með hugsanleg kaup í huga. |
