4. mars 1999
Stjórnarfundur BSÍ 04. mars 1999
Mættir á fundinn: Ragnar Magnússon, Guðmundur
Ágústsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ólafur Steinason, Ísak Örn
Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Þorlákur Jónsson, Þorsteinn
Berg, Kristján Kristjánsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
| 1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Bráðabirgðauppgjör vegna Bridgehátíðar sýnir að líklegt tap á
mótinu er kr. 100.000, en auglýsingatekjur hafa minnkað töluvert
frá því sem var. Bernard Shenkin skrifar um mótið í maíblaði
ameríska bridgesambandsins.Skýrt var frá fundi með Björgvini
Þorsteinssyni hrl. vegna göngugötunnar. |
| 2. Íslandsmót í sveitakeppni,
úrslit Ragnar Önundarson frá MasterCard kemur og setur mótið. |
| 3. NM-yngri spilara 19.-25. júlí
1999. Undirbúningur samkvæmt áætlun. |
| 4. Fimmtudags-spilamennska
Stjórn BR hefur tilnefnt Sigtrygg og Friðjón til að ræða við BSÍ
um fimmtudagana. Stjórn BSÍ felur Stefaníu og Ísaki að ræða við
fulltrúa BR. |
| 5. Húsnæðismál Kristján og Guðmundur hafa kannað markaðinn og upplýstu
fundarmenn um stöðuna. |
