3. febrúar 1999

miðvikudagur, 3. febrúar 1999

Stjórnarfundur BSÍ 03. febrúar 1999

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson ,Sigtryggur Sigurðsson, Ólafur Steinason, Þorlákur Jónsson , Þorsteinn Berg , Ragnar Magnússon og Stefanía Skarphéðinsdóttir

1. Fundargerð síðasta fundar lesin.

Fundargerð síðasta fundar lesin.

2. Bridgehátíð

Stefanía sagði frá undirbúningi, og kom fram að Ítalska landsliðið hefur hætt við þáttöku, einnig Sonntag og Kyle Larsen, Zia hefur staðfest komu sína Katarina Midskog, Daniel Auby og Hjördís Eyþórsd.. Þá hefur norskri sveit verið boðið í stað þeirrar ítölsku.

3. NM 1999.

Komið hefur í ljós að tímasetningin 10. - 16. júlí rekst á heimsmeistaramót unglinga í Tékkóslóvakíu og því hefur mótið verið fært til 19.-25. júlí

Þá mættu til fundarins : Ljósbrá Baldursdóttir og Erla Sigurjónsdóttir

4. Húsnæðismál

Guðmundur sagði húsnæði sem hann hefði skoðað og hugsanlega gæti nýst bridgesambandinu.

Guðmundur fer af fundi.

5. Minningarsjóður Alfreðs G. Alfreðssonar

Kosið var í stjórn Minningarsjóðsins. Aðalmenn Einar Jónsson formaður og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Þá er Kristján Kristjánsson aðalmaður sem forseti BSÍ. Varamenn Björn Eysteinsson og Ísak Örn Sigurðsson, varamaður Kristjáns er varaforseti BSÍ Ragnar Magnússon.

6. Landsliðskeppni.

Fram kom sú hugmynd að hætta við áður auglýsta keppni um landsliðið. Stjórnin samþykkir að halda undankeppnina um landsliðið helgarnar 6.-7. og 20.-21. febrúar eins og auglýst var. Þeir sem greiddu þessu atkvæði voru: Sigtryggur, Ólafur, Erla og Ragnar. Þorsteinn og Þorlákur óska að fram komi að þeir vilji hætta við þessa keppni og láta úrslit Íslandsmóts í sveitakeppni ráða vali. Ljósbrá tók ekki afstöðu.

7. Námskeiðahald.

Stjórn BSI lýsir ánægju sinni með það framtak Jakobs Kristinssonar að koma á fót námskeiði í bridge fyrir konur, en lýsir jafnframt undrun sinni að það skuli fara af stað án samþykkis stjórnar.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar