13. janúar 1999
Stjórnarfundur BSÍ 13. janúar 1999
Mættir á fundinn: Ljósbrá Baldursdóttir,
Sigtryggur Sigurðsson, Guðmundur Ágústsson, Ísak Örn Sigurðsson,
Þorlákur Jónsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Kristján
Kristjánsson, Þorsteinn Berg og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Ísak Örn lagði fram skýrslu vegna ferðarinnar. Kristján lýsti
ánægju sinni með ferð unglingalandsliðsins á boðsmótið í Hollandi
og færði fyrirliða og spilurunum bestu þakkir fyrir frammistöðuna,
en sveitin endaði í 6. Sæti af 24 þjóðum. Liðið var þannig skipað:
Fyrirliði Ísak Örn Sigurðsson, Sigurbjörn Haraldsson, Guðmundur
Halldórsson, Frímann Stefánsson og Páll Þórsson. Ísak lýsti ánægju
sinni með ferðina og árangurinn og sagði að spilararnir hefðu verið
landi og þjóð til sóma. |
2. NM - Yngri spilarar 1999
Mótið verður haldið 10.-16.júlí í Reykjavík |
3. Landsliðkeppni. Tillaga undirbúningsnefndar samþykkt. Sigtryggur telur að betra
hefði verið að spila undankeppnina í pörum með
sveitakeppnisútreikningi. |
4. Bridgehátíð Ítalska landsliðið, Alan Sontag, Kyle Larsen og Christian Mari
hafa staðfest þátttöku. Beðið er eftir staðfestingu frá Zia
o.fl. |
5. Dómnefnd BSÍ 1998-1999
Guðmundur Ágústsson, formaður |
6. Námskeiðahald Lagt fram bréf frá Jakobi Kristinssyni varðandi námskeiðahald.
Kristjáni, Þorláki og Þorsteini falið að ræða við Jakob. |
7. Bréf Lagt fram bréf undirritað af Jónínu Pálsdóttur f.h. "bridgekvenna". |