9. desember 1998

miðvikudagur, 9. desember 1998

Stjórnarfundur BSÍ 09. desember 1998

Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Þorlákur Jónsson, Ragnar Magnússon, Ísak Örn Sigurðsson, Ólafur Steinason, Sigtryggur Sigurðsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir sem ritaði fundargerð

1. Fundargerð.

1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram. Búið var að senda fundargerðina til allra stjórnarmanna, ásamt svarbréfi Kristjáns. Sigtryggur telur að þær sem skrifuðu undir bréfið séu að mótmæla aðferðinni sem við var höfð en ekki hverjar voru valdar. Fundargerðin samþykkt.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

Meistarastigaskráin er loksins tilbúin og verður send út á morgun. Formlegt boð til bikarmeistaranna 1998 á Rottneros-mótið er komið. Spilað verður 23. - 25. Apríl 1999. BSÍ styrkir ferðina eins og undanfarin ár. Um síðustu helgi var fyrsta barnabridgemót á Íslandi haldið. 62 börn mættu og tókst mótið í alla staði mjög vel undir leiðsögn Ljósbrá en Sveinn Rúnar var keppnisstjóri.

3. Norðurlandamót yngri spilara 1999.

Undirbúningsnefndin leggur til að mótið verði spilað í Reykjavík 3. - 10. Júlí. Gist á Hótel Cabin og keyptur matur "Hjá Dóra". Spilað verður í Þönglabakkanum. Samþykkt samhljóða.

4. Unglingalandslið.

Ljósbrá hefur rætt við nokkra spilara og hugsanlega þjálfara fyrir liðið. Tíminn er orðinn mjög naumur. Rætt verður betur við líklega þjálfara og ákvörðun tekin af framkvæmdaráðinu á næstu dögum.

5. Landstvímenningurinn

140 pör tóku þátt í mótinu á 9 stöðum víðsvegar um landið, þar af spiluðu 70 pör "á netinu".

6. Húsnæðismál

Kristjáni finnst full ástæða til að skoða möguleikana á að selja húsnæðið og óskar eftir heimild stjórnarinnar til að skoða þetta nánar. Þönglabakkinn er eftirsóttur staður núna á fasteignamarkaðinum. Samþykkt. Ákveðið að skipa Kristján, Guðmund og Ragnar í nefnd til að fylgja málinu eftir og afla upplýsinga.

7. Bréf frá Jakob Kristinssyni

Jakob leggur fram áætlun að bridgenámskeiðum fyrir konur. Stjórnin tekur jákvætt undir þessar hugmyndir en vill fá nákvæmari upplýsingar og kostnaðaráætlun, áður en endanleg ákvörðun er tekin.

8. Undirbúningsnefnd v/landsliðskeppni í opnum flokki í feb. 1999.

Óskað er eftir að tillögur nefndarinnar liggi fyrir á næsta fundi 12.jan.Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar