4. nóvember 1998

miðvikudagur, 4. nóvember 1998

Stjórnarfundur BSÍ 04. nóvember 1998

Mættir á fundinn: Ljósbrá Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ólafur Steinason, Ísak Örn Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Þorlákur Jónsson, Þorsteinn Berg, Ragnar Magnússon, Kristján Kristjánsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.

Stefanía lagði fram drög að fjárhagsáætlun næsta starfsárs. Gert er ráð fyrir tekjur kr. 26.150.000 og rekstrarafgangi kr. 700.000. Þá sagði hún frá undirbúningi Norðurlandamóts yngri spilara á næsta ári. Ákveðið að skipa Ljósbrá Baldursdóttir, Ólafur Steinason og Sævar Þorbjörnsson í undirbúningsnefnd vegna NM.

2. Verkaskipting stjórnar

Ragnar Magnússon varaforseti, Ólafur Steinason gjaldkeri, Þorsteinn Berg ritari og meðstjórnendur Ljósbrá, Sigtryggur og Þorlákur. Framkvæmdaráð: Kristján Kristjánsson, Ragnar Magnússon, Þorlákur Jónsson.

3. Skipun fastanefnda.

Mótanefnd: Þorlákur Jónsson formaður, Jón Baldursson, Guðmundur Ágústsson. Varamenn: Guðjón Bragason, Anton Haraldsson, Ísak Örn Sigurðsson. Laga- og keppnisreglnanefnd: Guðmundur Ágústsson formaður, Ísak Örn Sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson. Faglegur ráðgjafi: Hjalti Elíasson. Meistarastiganefnd: Þorsteinn Berg formaður, Ísak Örn Sigurðsson, Sveinn Rúnar Eiríksson. Dómnefnd: Guðmundur Ágústsson formaður, aðrir tilnefndir á næsta fundi.

4. Landsliðsmál

a) Ráðning þjálfara kvennalandsliðs. Kristján skýrði frá hugmyndum Einars Jónssonar um kostnað vegna þjálfunar og undirbúnings kvennalandsliðs. Þorlákur sagði að þær áætlanir sem Einar hefði lagt fram væru metnaðarfullar og framkvæmdaráðinu litist vel á þær. Einar ætlar að velja þrjú pör og æfingar verða að meðaltali 1 ½ sinnum í viku til áramóta en tvisvar í viku fram að Evrópumóti auk einkaþjálfunar. Ákveðið að semja við Einar á þessum grundvelli.

b) Opinn flokkur. Ákveðið að spilað verði um landsliðsætin í sveitum. Spilað verður helgarnar 6.-7.febrúar og 20.-21.febrúar. Skráningarfrestur til föstudagsins 22.janúar kl. 17.00. Þátttakendur spila í sveitum og skrá sig 4 saman. Sigursveitin velur síðan eitt par með sér. Undirbúningsnefnd skipuð: Þorlákur Jónsson formaður, Sveinn Rúnar Eiríksson og Þorsteinn Berg. Hlutverk nefndarinnar er að setja reglur fyrir framkvæmd mótsins. Landsliðið og stjórn BSÍ ráða síðan þjálfara.

c) Flokkur Yngri spilara. Ljósbrá, Ólafur og Sævar vinna að málefnum yngri spilaranna.

5. Önnur mál

Tekin fyrir bréf dags. 30.okt. 1998 og 2.nóv. 1998 frá Stefáni Garðarssyni til stjórnar BSÍ varðandi ákvörðun mótanefndar að synja umsókn Stefáns um leyfi til að spila við varamann í úrslitum Íslandsmóts í tvímenningi. Stjórn BSÍ telur sér ekki heimilt samkvæmt lögum BSÍ, að breyta gjörðum mótanefndar, en vísar til að lögin verða endurskoðuð fyrir næsta ársþing.Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar