9. september 1998

miðvikudagur, 9. september 1998

Stjórnarfundur BSÍ 09. september 1998

Mættir á fundinn: Kristján Krisjtánsson, Ragnar Magnússon, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Ólafur Steinason, Sigtryggur Sigurðsson, Þorlákur Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Þorsteinn Bergsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Fundur í NBU.

Stefanía greindi frá fundi í Norræna Bridgesambandinu sem fram fór í Noregi í sumar í tengslum við Norðurlandamótið. Jan Aasen forseti Norska Bridgesambandins var kjörin nýr forseti NBU, en Jens Kruuse óskaði ekki eftir endurkjöri. Svíar sjá um landstvímenningin 20.nóv. nk. Vegna keppnisfyrirkomulags verður að takmarka heildarfjölda við 500 pör, þar af fær Ísland 50 pör. Nú er bridge samþykkt sem Olympíugrein og verður með á vetrarleikunum árið 2006 í fyrsta skipti.
Leigusamningar. "Rekspölur" leigir hjá okkur aftur í vetur. Félagsskapur sem nefnist Drúídar hafa óskað eftir að leigja sal til fundahalda, einu sinni í viku. Stefaníu veitt heimild til að ganga til samninga.
Göngugatan. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur öðru hvoru megin við áramótin.
Meistarastigaskráin er ekki tilbúin vegna bilunar í forriti.
Fjármál. Nú styttist í að uppgjör liggi fyrir og útlit fyrir einhvern rekstrarafgang.
Posi. Mikið er kvartað yfir að hvorki er tekið við debet- né kreditkortum. Kostnaður við leigu á posa er u.þ.b. 25.000/ári auk kostnaðar (10-15 þús). Ákveðið að hugsa málið fram á næsta fund.

2. Bikarkeppnin 1998

a) Úrslitin.
Ákveðið að sýna undanúrslit og úrslit á rama.
b) Kæra vegna 2.umf.
Lögð fram kæra til Dómstóls BSÍ frá Unnari Atla Guðmundssyni vegna bikarleiks Sv. Landsbréfa og Sv. Unnars Atla. Eftir að hafa kynnt sér málið og tilheyrandi gögn, m.a. bréf frá báðum aðilum, komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að aðhafast neitt frekar í málinu. Stjórnin harmar að menn skuli ekki hafa getað komið sér saman um spiladag. Sem afleiðing af þessu máli var ákveðið að gera tillögu að lagabreytingu, þannig að 3 varamenn verði kosnir í mótanefnd.

3. Veitingasala

Stefaníu falið að ganga til samninga við Jóhannes O. Bjarnason.

4. Keppnisreglugerð

Ólafur Steinason lagði fram breytingatillögur þar til skipaðrar nefndar. Miklar umræður urðu um breytingarnar. Stjórnin samþykkir að leggja fyrir ársþing BSÍ 1998 breytingartillögur á keppnisreglugerðum fyrir Íslandsmót í sveitakeppni og Bikarkeppni BSÍ.

5. Landsliðsmál

Þar sem orðið var mjög áliðið var umræðum frestað.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar