10. júní 1998
Stjórnarfundur BSÍ 10. júní 1998
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Ljósbrá
Baldursdóttir, Ólafur Steinason, Sigtryggur Sigurðsson, Jón
Sigurbjörnsson, Ísak Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar
Magnússon, Þorlákur Jónsson, Þorsteinn Berg og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Fram kom á aðalfundi Svæðisfélagsins sem Stefanía og Björgvin
Þorsteinsson sátu, að búið er að stefna BSÍ vegna greiðslu á
hlutdeild í yfirbyggingu göngugötunnar. Stefán Vilhjálmsson
formaður Bf. Akureyrar hefur tilkynnt að Bs. N-Eystra væri tilbúið
að halda kjördæmamótið 1999 á Akureyri. Mjög áhugavert boð hefur
borist á mót í Dubai. |
2. Styrkveitingar á mót
erlendis Ragnar Magnússon lagði fram tillögu í fimm liðum. Eftirfarandi
var samþykkt: |
3. Landsliðsmál Einar Jónsson sér um undirbúning kvennaliðsins. Stefanía fer sem
spilandi fyrirliði til Noregs. |
4. Íslandsmót í
sveitakeppni-svæðamót Ákveðið að skipa nefnd til að útbúa keppnisreglugerð, sem verður
lögð fyrir þingið í haust. Nefndina skipa: Ólafur Steinason,
formaður, Ísak Örn og Jón Sigurbjörnsson. |
5. Norðurlandamót yngri spilara
1999 Rætt um keppnisstað. Stefanía kannar hugsanlegan spilastað fyrir næsta fund. |