10. júní 1998

miðvikudagur, 10. júní 1998

Stjórnarfundur BSÍ 10. júní 1998

Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Ólafur Steinason, Sigtryggur Sigurðsson, Jón Sigurbjörnsson, Ísak Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Þorlákur Jónsson, Þorsteinn Berg og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.

Fram kom á aðalfundi Svæðisfélagsins sem Stefanía og Björgvin Þorsteinsson sátu, að búið er að stefna BSÍ vegna greiðslu á hlutdeild í yfirbyggingu göngugötunnar. Stefán Vilhjálmsson formaður Bf. Akureyrar hefur tilkynnt að Bs. N-Eystra væri tilbúið að halda kjördæmamótið 1999 á Akureyri. Mjög áhugavert boð hefur borist á mót í Dubai.

2. Styrkveitingar á mót erlendis

Ragnar Magnússon lagði fram tillögu í fimm liðum. Eftirfarandi var samþykkt:
1. Leitast verður við að veita styrki á öll Evrópu- og heimsmeistaramót. Miða skal við að BSÍ greiði keppnisgjöld þeirra sem styrk hljóta, þó aðeins fyrir eitt mót á hverjum stað. Þannig getur t.d. verið um þrjú mót að ræða (í blönduðum flokki, tvímenningi og sveitakeppni) og fær þá hver spilari styrk í eitt mót.
2. Styrkupphæð skal að öllu jöfnu vera u.þ.b. 10 - 15 þúsund krónur á spilara og reiknað er með að BSÍ greiði út styrki allt að 300.000 kr. á ári (miðað við verðlag í júní 1998)
3. Öllum er heimilt að sækja um styrk og skal hvert par eða hver einstakur spilari sækja um skriflega. Hver umsókn er afgreidd sérstaklega.
4. Reglur þessar skulu vera til leiðbeiningar og sæta endurskoðun reglulega.

3. Landsliðsmál

Einar Jónsson sér um undirbúning kvennaliðsins. Stefanía fer sem spilandi fyrirliði til Noregs.

4. Íslandsmót í sveitakeppni-svæðamót

Ákveðið að skipa nefnd til að útbúa keppnisreglugerð, sem verður lögð fyrir þingið í haust. Nefndina skipa: Ólafur Steinason, formaður, Ísak Örn og Jón Sigurbjörnsson.

5. Norðurlandamót yngri spilara 1999

Rætt um keppnisstað. Stefanía kannar hugsanlegan spilastað fyrir næsta fund.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar