6. maí 1998
Stjórnarfundur BSÍ 06. maí 1998
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Ragnar
Magnússon, Þorlákur Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Ísak Örn
sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ólafur Steinason, Erla
Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Berg og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
| 1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Stefanía skýrði frá gangi 50 ára afmælismóts. Halli varð u.þ.b.
175.000, en mótið tókst í alla staði mjög vel. Undirbúningur að
Bridgehátíð 1999 er þegar hafinn. Spilað verður á Hótel Loftleiðum
12.-15.febrúar. Rætt um tölvukaup, ákveðið að kaupa tvær tölvur.
Skýrt var frá fundi með Björgvini Þorsteinssyni hrl. vegna
göngugötunnar. |
| 2. Sumarbridge Aðeins eitt tilboð barst frá Matthíasi Þorvaldssyni.
Framkvæmdaráði og Stefaníu falið að ræða við Matthías. Ljósbrá vék
af fundi. |
| 3. Landsliðsmál Aðeins 5 pör skráðu sig í landsliðskeppnina í opna flokknum.
Ákveðið að 4 pör spili úrslitakeppni í 2 sveitum. Í kvennaflokki
spiluðu 7 pör. |
| 4. Kjördæmamótið Á fundinn mættu Karl Einarsson, Sigurjón Harðarson og Kjartan
Ólason frá Bs. Reykjaness. Framkvæmd mótsins rædd. Búið er að
útvega töluvert af styrkjum, Stefanía sér um fjármálin. |
| 5. Fræðslumál BR hefur ákveðið að verja hluta af styrk, sem félagið fékk frá ÍTR til unglingastarfs, til námskeiðahalds. |
