7. apríl 1998
Stjórnarfundur BSÍ 07. apríl 1998
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Ljósbrá
Baldursdóttir, Ólafur Steinason, Sigtryggur Sigurðsson, Jón
Sigurbjörnsson, Ísak Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar
Magnússon, Þorlákur Jónsson, Þorsteinn Berg og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Stefanía skýrði frá að mála ætti uppganginn í Þönglabakka 1
fyrir afmælið og skiptist kostnaður á milli eigenda hússins.
Fjárhagurinn hefur lagast og búið að greiða allar skuldir sem voru
í vanskilum. Mikil þörf er á að endurnýja tækjakost, tölvur,
ljósritunarvél og símakerfi. Lagt fram afrit af bréfi sem Jón
Steinar Gunnlaugsson samdi fyrir stjórnina og var sent Bs.
Vesturlands vegna undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni. Mikil
umræða fór fram um málið og afgreiðslu þess og lýsti Jón
Sigurbjörnsson óánægju sinni með afgreiðsluna. |
2. Afmæli - afmælismót. Ragnar skýrði frá undirbúningi og taldi upp þá, sem boðið hefur
verið í mótið en flestir eru uppteknir. Urðu miklar umræður um
hvort fresta ætti hátíðinni til hausts eða halda mótið á auglýstum
tíma. Samþykkt að halda mótið 23.-26.apríl en draga úr umfangi þess
ef fáir erlendir gestir mæta. Reynt verður áfram að útvega
styrktaraðila. Ísak dreifði grein sem hann hafði skrifað með stuttu
ágripi frá stofnun BSÍ. |
3. Bridgehátíð 1999. Ljósbrá og Stefanía verða fulltrúar BSÍ í næstu
Bridgehátíðarnefnd |
4. Sumarbridge. Ákveðið að auglýsa útboð á sumarbridge, eins og sl. sumar.
Tilboðin verða opnuð á næsta fundi 6.maí. |
5. Mótaskrá 1998-9. Mótanefnd falið að leggja fram uppkast að forsíðu mótaskrár á næsta fundi. |