7. apríl 1998
Stjórnarfundur BSÍ 07. apríl 1998
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Ljósbrá
Baldursdóttir, Ólafur Steinason, Sigtryggur Sigurðsson, Jón
Sigurbjörnsson, Ísak Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar
Magnússon, Þorlákur Jónsson, Þorsteinn Berg og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
| 1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Stefanía skýrði frá að mála ætti uppganginn í Þönglabakka 1
fyrir afmælið og skiptist kostnaður á milli eigenda hússins.
Fjárhagurinn hefur lagast og búið að greiða allar skuldir sem voru
í vanskilum. Mikil þörf er á að endurnýja tækjakost, tölvur,
ljósritunarvél og símakerfi. Lagt fram afrit af bréfi sem Jón
Steinar Gunnlaugsson samdi fyrir stjórnina og var sent Bs.
Vesturlands vegna undankeppni Íslandsmóts í sveitakeppni. Mikil
umræða fór fram um málið og afgreiðslu þess og lýsti Jón
Sigurbjörnsson óánægju sinni með afgreiðsluna. |
| 2. Afmæli - afmælismót. Ragnar skýrði frá undirbúningi og taldi upp þá, sem boðið hefur
verið í mótið en flestir eru uppteknir. Urðu miklar umræður um
hvort fresta ætti hátíðinni til hausts eða halda mótið á auglýstum
tíma. Samþykkt að halda mótið 23.-26.apríl en draga úr umfangi þess
ef fáir erlendir gestir mæta. Reynt verður áfram að útvega
styrktaraðila. Ísak dreifði grein sem hann hafði skrifað með stuttu
ágripi frá stofnun BSÍ. |
| 3. Bridgehátíð 1999. Ljósbrá og Stefanía verða fulltrúar BSÍ í næstu
Bridgehátíðarnefnd |
| 4. Sumarbridge. Ákveðið að auglýsa útboð á sumarbridge, eins og sl. sumar.
Tilboðin verða opnuð á næsta fundi 6.maí. |
| 5. Mótaskrá 1998-9. Mótanefnd falið að leggja fram uppkast að forsíðu mótaskrár á næsta fundi. |
