11. mars 1998

miðvikudagur, 11. mars 1998

Stjórnarfundur BSÍ 11. mars 1998

Mættir á fundinn: Ljósbrá Baldursdóttir, Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Ragnar Magnússon, Ísak Örn Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ólafur Steinason, Þorsteinn Berg, Kristján Kristjánsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.

Stefanía fór yfir útkomu síðustu Bridgehátíðar, auglýsingatekjur urðu svipaðar og síðasta ár, verðlaunafé það sama, en húsaleiga hækkaði töluvert. Nettóútkoma svipuð og síðasta ár. Meistarastigaskráin er að verða tilbúin og verður strax sett á heimasíðuna. Einu pari er boðið á Cavendish-mótið í maí nk. Búið er að auglýsa boðið í Þönglabakkanum, verður nánar augl. í Morgunblaðinu. Engin viðbrögð ennþá.

2. Afmælismót BSÍ.

Ragnar sagði frá undirbúningi mótsins. Tvímenningur verður spilaður 23.-24. apríl og sveitakeppni 25.-26. apríl. Keppnisgjöld verða kr. 6.000 á parið og kr. 16.000 á sveitina. Verðlaunafé 18.000 $. Verið er athuga með pakkaferðir flug-hótel hjá Íslandsflugi. 2 erlendum sveitum verður boðið á mótið. Ísak og Ljósbrá aðstoða við fjölmiðlakynningu vegna afmælisins.

3. Landsliðkeppni

Þorlákur lagði fram tillögu að keppnisfyrirkomulagi, sem var samþykkt. Spilað verður 2.-3.maí og úrslitaleikur tveggja sveita 16.-17.maí.

4. Reyklaust svæði - reykherbergi.

Mikið var rætt um reykingar í húsinu. Ákveðið að kanna kostnað við að setja útsog í eitt herbergi að vestan og í matsalinn að austan.

5. Íslandsmót í sveitakeppni. Undankeppni. Svæðamót.

Ákveðið að verða við óskum Austfirðinga og byrja að spila kl. 10.30 á sunnudeginum. Lögð voru fram bréf frá Júlíusi Sigurjónssyni, Guðjóni Iingva Stefánssyni f.h. Bridgesambandi Vesturlands og svarbréf framkvæmdaráðs BSÍ, vegna kæru sv. Júlíusar. Júlíus telur að Bridgesamband Vesturlands hafi brotið reglur þegar sveit hans var meinuð þátttaka í Vestulandsmóti í sveitakeppni 7.-8.mars. Samþykkt að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að kanna allar hliðar málsins og skrifa álitsgerð.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar