14. janúar 1998
Stjórnarfundur BSÍ 14. janúar 1998
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Erla
Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Ragnar Magnússon, Sigtryggur
Sigurðsson, Þorlákur Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Þorsteinn
Berg, Ólafur Steinason og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Stefanía upplýsti að enn væru ógreidd keppnisgjöld frá
Íslandsmótum 1997, en taldi að allt fengist greitt að lokum.
Stjórnin samþykkir að aðeins skuldlausir fái að taka þátt í
Íslandsmótum og öðrum mótum á vegum BSÍ. BSÍ hefur verið í áskrift
hjá Miðlun, sem safnar öllum skrifum um bridge og setur í bók.
Vegna fjárhagserfiðleika var árið 1997 ekki keypt. Samþykkt að
gerast áskrifendur aftur, kostnaður kr. 11.400 á mánuði. BSÍ hefur
verið boðið að senda landsliðið á bridgehátíðir í Ísrael, Indónesíu
og Indlandi, ekki hefur verið hægt að þiggja boðin vegna
kostnaðar. |
2. Bridgehátíð. Þorlákur upplýsti að von væri á þremur gestasveitum, frá
Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum. Útlit er fyrir að færri komi frá
Bandaríkjunum á vegum Goren ferðaskrifstofunnar en á síðasta ári.
Annars er undirbúningur með hefðbundnum hætti. |
3. Generali mótið. Jóni Baldurssyni er boðið á heimsmeistaramótið í einmenningi
1998, sem haldið verður á Korsíku. Samþykkt að styrkja hann til
fararinnar. |
4. Söfnun bridgesögunnar.
Þórði Sigfússyni falið að vinna frekar að söfnun gamalla
bridgegreina. Ákveðið að veita kr. 125.000 til verksins. |
5. Siðareglur. Ísak Örn lagði fram uppkast að siðareglum fyrir
bridgespilara. |
6. Landsliðsmál. Ákveðið að spila um landsliðssæti í opnum flokki og kvennaflokki vegna Norðurlandamóts. Sigtryggur og Sveinn Rúnar Eiríksson útbúa reglugerð og sjá um nánari útfærslu. |