14. janúar 1998
Stjórnarfundur BSÍ 14. janúar 1998
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Erla
Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Ragnar Magnússon, Sigtryggur
Sigurðsson, Þorlákur Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Þorsteinn
Berg, Ólafur Steinason og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
| 1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Stefanía upplýsti að enn væru ógreidd keppnisgjöld frá
Íslandsmótum 1997, en taldi að allt fengist greitt að lokum.
Stjórnin samþykkir að aðeins skuldlausir fái að taka þátt í
Íslandsmótum og öðrum mótum á vegum BSÍ. BSÍ hefur verið í áskrift
hjá Miðlun, sem safnar öllum skrifum um bridge og setur í bók.
Vegna fjárhagserfiðleika var árið 1997 ekki keypt. Samþykkt að
gerast áskrifendur aftur, kostnaður kr. 11.400 á mánuði. BSÍ hefur
verið boðið að senda landsliðið á bridgehátíðir í Ísrael, Indónesíu
og Indlandi, ekki hefur verið hægt að þiggja boðin vegna
kostnaðar. |
| 2. Bridgehátíð. Þorlákur upplýsti að von væri á þremur gestasveitum, frá
Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum. Útlit er fyrir að færri komi frá
Bandaríkjunum á vegum Goren ferðaskrifstofunnar en á síðasta ári.
Annars er undirbúningur með hefðbundnum hætti. |
| 3. Generali mótið. Jóni Baldurssyni er boðið á heimsmeistaramótið í einmenningi
1998, sem haldið verður á Korsíku. Samþykkt að styrkja hann til
fararinnar. |
| 4. Söfnun bridgesögunnar.
Þórði Sigfússyni falið að vinna frekar að söfnun gamalla
bridgegreina. Ákveðið að veita kr. 125.000 til verksins. |
| 5. Siðareglur. Ísak Örn lagði fram uppkast að siðareglum fyrir
bridgespilara. |
| 6. Landsliðsmál. Ákveðið að spila um landsliðssæti í opnum flokki og kvennaflokki vegna Norðurlandamóts. Sigtryggur og Sveinn Rúnar Eiríksson útbúa reglugerð og sjá um nánari útfærslu. |
