10. desember 1997
Stjórnarfundur BSÍ 10. desember 1997
Mættir á fundinn: Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar
Magnússon, Ísak Örn Sigurðsson, Jón Sigurbjörnsson, Þorlákur
Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Ólafur Steinason, Þorsteinn Berg,
Sigtryggur Sigurðsson, Kristján Kristjánsson og Stefanía
Skarphéðinsdóttir.
| 1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Bókasending er loksins komin frá Ameríku. Í tengslum við skipun
dómnefndar BSÍ kom fram sú tillaga að setja siðareglur fyrir
bridgespilara. Ísaki falið að afla gagna og leggja fram tillögu á
næsta fundi. |
| 2. Dómnefnd BSÍ Jón Steinar Gunnlaugsson |
| 3. Heimasíða BSÍ. Leggja þarf meiri vinnu og kostnað í að viðhalda og endurbæta
heimasíðuna. Meistarastigaskráin er komin á síðuna, hægt er að skrá
sig í mót og ýmsar nýjungar á döfinni s.s. Bridgehátíð,
bridgeþrautir o.fl. |
| 4. Húsaleiga Stefanía lagði fram lista yfir leigugreiðslur félaganna í
Þönglabakka, leigan fer eftir þátttöku. Samþykkt að nota þetta sem
gjaldskrá. |
| 5. Boð til Japan Japanska Bridgesambandið sendi BSÍ boð á NEC Bridge Festival í
Yokohama. Boðið er ætlað Birni Eysteinssyni, fyrirliða
heimsmeistaranna sem sér um að velja lið. BSÍ þarf engan kostnað að
bera vegna þessa. |
| 6. Kostnaður vegna funda
Rætt um kostnað vegna stjórnarfunda, flug, akstur o.fl. |
| 7. Landsliðsmál Jónas P. Erlingsson og Anton Haraldsson sjá um
unglingalandsliðið og velja lið til þátttöku í Pepsi-mótinu í
Hollandi í janúar. Rætt var um stöðu landsliðþjálfara í opnum
flokki. Forseta falið að tala við hugsanlega aðila. Stefnt að því
að ráða þjálfara á næsta fundi. |
