10. desember 1997

miðvikudagur, 10. desember 1997

Stjórnarfundur BSÍ 10. desember 1997

Mættir á fundinn: Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Ísak Örn Sigurðsson, Jón Sigurbjörnsson, Þorlákur Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Ólafur Steinason, Þorsteinn Berg, Sigtryggur Sigurðsson, Kristján Kristjánsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.

Bókasending er loksins komin frá Ameríku. Í tengslum við skipun dómnefndar BSÍ kom fram sú tillaga að setja siðareglur fyrir bridgespilara. Ísaki falið að afla gagna og leggja fram tillögu á næsta fundi.

2. Dómnefnd BSÍ

Jón Steinar Gunnlaugsson
Ásgeir Ásbjörnsson
Gylfi Baldursson
Guðjón Bragason
Guðmundur Sveinn Hermannson
Hermann Lárusson
Jónas P. Erlingsson
Pétur Guðjónsson
Örn Arnþórsson

3. Heimasíða BSÍ.

Leggja þarf meiri vinnu og kostnað í að viðhalda og endurbæta heimasíðuna. Meistarastigaskráin er komin á síðuna, hægt er að skrá sig í mót og ýmsar nýjungar á döfinni s.s. Bridgehátíð, bridgeþrautir o.fl.

4. Húsaleiga

Stefanía lagði fram lista yfir leigugreiðslur félaganna í Þönglabakka, leigan fer eftir þátttöku. Samþykkt að nota þetta sem gjaldskrá.

5. Boð til Japan

Japanska Bridgesambandið sendi BSÍ boð á NEC Bridge Festival í Yokohama. Boðið er ætlað Birni Eysteinssyni, fyrirliða heimsmeistaranna sem sér um að velja lið. BSÍ þarf engan kostnað að bera vegna þessa.

6. Kostnaður vegna funda

Rætt um kostnað vegna stjórnarfunda, flug, akstur o.fl.

7. Landsliðsmál

Jónas P. Erlingsson og Anton Haraldsson sjá um unglingalandsliðið og velja lið til þátttöku í Pepsi-mótinu í Hollandi í janúar. Rætt var um stöðu landsliðþjálfara í opnum flokki. Forseta falið að tala við hugsanlega aðila. Stefnt að því að ráða þjálfara á næsta fundi.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar