12. nóvember 1997

miðvikudagur, 12. nóvember 1997

Stjórnarfundur BSÍ 12. nóvember 1997

Mættir á fundinn: Erla Sigurjónsdóttir, Ólafur Steinason, Ragnar Magnússon, Sigtryggur Sigurðsson, Þorlákur Jónsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Þorsteinn Berg, Kristján Kristjánsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir

1. Verkaskipting stjórnar.

Kristján Kristjánsson forseti Ragnar Magnússon varaforseti Ólafur Steinason gjaldkeri Þorsteinn Berg ritari Ljósbrá Baldursdóttir meðstjórnandi Þorlákur Jónsson meðstjórnandi

2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Fjárhagsáætlun.

Stefanía lagði fram drög að fjárhagsáætlun 1997-8. Áætlaðar rekstrartekjur 26,1 millj. og rekstrargjöld án vaxta 17,7 millj. Afborganir lána og vaxtakostnaður 7,3 millj. Óráðstafað 1,1 millj. Rætt var um hina ýmsu liði áætlunarinnar. Mikið var rætt um útleigu húsnæðis BSÍ og að stefnt skuli að aukinni útleigu t.d. til veisluhalda , námskeiða og funda. Krafa Svæðisfélagsins í Mjódd vegna yfirbyggingar göngugötunnar gæti farið fyrir dómstóla fljótlega. Kristján talar við lögmenn okkar. Komið hefur í ljós að brunavarnir og neyðarútgangur í norðurenda standast ekki reglugerðir þar um, þrátt fyrir nýlega úttekt og samþykki embættis byggingafulltrúa Reykjavíkur og Eldvarnareftirlits Reykjavíkur. Sú hugmynd hefur komið upp að bjóða eldri borgurum upp á spilamennsku eftir hádegi á miðvikudögum. Stefanía og Sveinn Rúnar sjá um undirbúning.

3. Skipun fastanefnda.

Dómnefnd. Stjórnin stakk upp á tólf mönnum í níu manna dómnefnd BSÍ. Framkvæmdastjóra falið að ræða við viðkomandi. Dómnefndin verður kynnt í næsta bréfi.

Mótanefnd

Þorlákur Jónsson Formaður
Jón Baldursson
Jón Sigurbjörnsson

Meistarastiganefnd

Þorsteinn Berg Formaður
Ísak Örn Sigurðsson
Sveinn Rúnar Eiríksson

4. Bridgehátíð

Skipuð undirbúningsnefnd:

Stefanía Skarphéðinsdóttir Formaður
Þorlákur Jónsson
Sigurður B. Þorsteinssson

5. 50 ára afmæli BSÍ 1998.

Haldið verður upp á afmæli dagana 23. - 26. apríl 1998. Ragnari Magnússon velur sér samstarfsmenn til að undirbúa afmælið.

6. Landsliðsmál.

Forsetinn lýsti áhyggjum vegna lélegrar þátttöku í móti yngri spilara um síðustu helgi, þrátt fyrir að ekkert hefði kostað í mótið. Rætt var um skipan liðs yngri spilara í Pepsi Cola mótið í Hollandi í janúar. Jónas P. Erlingsson vill halda áfram að undirbúa liðið ef hann fær aðstoð. Kristján gengur frá málinu. Miklar umræður urðu um landsliðmál í opnum flokki. Ákveðið að fresta ákvörðun fram að næsta stjórnarfundi.

7. Bréf frá Bf. Sauðárkróks

Bf. Sauðárkróks býðst til að halda Framhaldsskólamót í bridge. Stjórnin þakkar norðanmönnum frumkvæðið og treystir þeim vel til að endurvekja þetta mót.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar