7. október 1997

þriðjudagur, 7. október 1997

Stjórnarfundur BSÍ 07. október 1997

Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Guðmundur Páll Arnarson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Ragnar Magnússon, Ljósbrá Baldursdóttir, Sigrún Pétursdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra

Ársreikningurinn yfirfarinn og útskýrður. Reksturinn á síðasta ári var þungur, enda bæði Ólympíu- og Evrópumót á árinu. Halli af reglulegri starfsemi fyrir afskriftir og vexti er kr. 366.000, vaxtakostnaður kr. 3,2 millj. og afskriftir kr. 2,0 millj. Tap ársins er því samtals kr. 5,6 millj. Búið er að leigja út einn sal í vetur til námskeiðahalds að deginum, leigutekjur kr. 500.000.

2. Ársþing

Undirbúningur þingsins ræddur. Laganefndin lýkur störfum allra næstu daga.

3. Bridgehátíð

Uppkast að samningi við Flugleiðir lagt fyrir. Elínu Bjarnadóttur veitt heimild til að skrifa undir samninginn f.h. BSÍ. Athugað verði hvort möguleiki er á að BSÍ geti séð um veitingasölu að hluta.

4. Föstudagsspilamennska

B.R. hefur boðið kr. 12.000 í húsaleigu fyrir föstudagskvöldin. Samþykkt að ganga að tilboðinu og leigja föstudagana til B.R. út keppnistímabilið 1997-8.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar