10. september 1997

miðvikudagur, 10. september 1997

Stjórnarfundur BSÍ 10. september 1997

Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Ólafur Steinason, Ljósbrá Baldursdóttir, Sveinn Rúnar Eiríksson, Guðmundur Páll Arnarson, Jón Sigurbjörnsson, Þorsteinn Berg og Jakob Kristinsson.

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.

Stefanía skýrði stjórn frá stöðu mála og upplýsti að Jakob verði við störf eftir hádegi í september. Frá 1. október verður Sveinn Rúnar Eiríksson til aðstoðar á skrifstofunni e.h. Framkvæmdarstjóra falið að svara auglýsingu eftir húsnæði frá ónefndri opinberri stofnun, sem birtist í Morgunblaðinu 9.sept. sl.

2. Útboð veitingasölu.

Eftirfarandi tilboð bárust: 1. Bylgja Bragadóttir kr. 680.000 2. Jóhannes Bjarnason kr. 640.000 3. Ólöf H. Þorsteinsdóttir kr. 620.000 Framkvæmdastjóra falið að ræða við tilboðsgjafa.

3. Bikarúrslit.

Framkvæmdastjóri og forseti taka að sér að fá lánuð tæki til að hægt sé að sýna og skýra undanúrslit og úrslit í bikarkeppninni. Áætlaður kostnaður kr. 50-60.000.

4. Kvennalandslið.

Lögð fram skýrsla Ragnars Hermannssonar þjálfara kvennalandsliðsins. Stjórn BSÍ þakkar Ragnari mjög gott starf.

5. Ársþing.

Undirbúningur að ársþingi ræddur.

6. Keppnisstjóranámskeið.

Sveinn Rúnar ræddi hugmyndir að keppnisstjóranámskeiði. Ákveðið að halda námskeið í haust. Sveini falið að undirbúa það og finna hentugan tíma.



Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar