10. september 1997
Stjórnarfundur BSÍ 10. september 1997
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Stefanía
Skarphéðinsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Ólafur Steinason, Ljósbrá
Baldursdóttir, Sveinn Rúnar Eiríksson, Guðmundur Páll Arnarson, Jón
Sigurbjörnsson, Þorsteinn Berg og Jakob Kristinsson.
| 1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Stefanía skýrði stjórn frá stöðu mála og upplýsti að Jakob verði
við störf eftir hádegi í september. Frá 1. október verður Sveinn
Rúnar Eiríksson til aðstoðar á skrifstofunni e.h. Framkvæmdarstjóra
falið að svara auglýsingu eftir húsnæði frá ónefndri opinberri
stofnun, sem birtist í Morgunblaðinu 9.sept. sl. |
| 2. Útboð veitingasölu. Eftirfarandi tilboð bárust: 1. Bylgja Bragadóttir kr. 680.000 2.
Jóhannes Bjarnason kr. 640.000 3. Ólöf H. Þorsteinsdóttir kr.
620.000 Framkvæmdastjóra falið að ræða við tilboðsgjafa. |
| 3. Bikarúrslit. Framkvæmdastjóri og forseti taka að sér að fá lánuð tæki til að
hægt sé að sýna og skýra undanúrslit og úrslit í bikarkeppninni.
Áætlaður kostnaður kr. 50-60.000. |
| 4. Kvennalandslið. Lögð fram skýrsla Ragnars Hermannssonar þjálfara
kvennalandsliðsins. Stjórn BSÍ þakkar Ragnari mjög gott
starf. |
| 5. Ársþing. Undirbúningur að ársþingi ræddur. |
| 6. Keppnisstjóranámskeið.
Sveinn Rúnar ræddi hugmyndir að keppnisstjóranámskeiði. Ákveðið að halda námskeið í haust. Sveini falið að undirbúa það og finna hentugan tíma. |
