7. ágúst 1997
Stjórnarfundur BSÍ 07. ágúst 1997
Mættir á fundinn: Kristján Kristjánsson, Stefanía
Skarphéðinsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Ólafur Steinason, Þorsteinn
Berg, Ljósbrá Baldursdóttir, Ragnar Magnússon, Guðmundur Páll
Arnarson og Jakob Kristinsson.
1. Framkvæmdastjóraskipti.
Ákveðið að ráða Stefaníu Skarphéðinsdóttur í stað Jakobs
Kristinssonar, sem lætur nú af störfum. Þar sem Stefanía býr úti á
landi, en flytur til borgarinnar fljótlega, mun hún ráða starfsmann
með sér í hlutastarf til að byrja með. Stefanía mun ekki gefa kost
á sér í stjórn á næsta þingi BSÍ. |
2. Fjármál BSÍ. Tekjur BSÍ eru minni á yfirstandandi rekstrarári en því síðasta,
en útgjöld á árinu eru mikil, sérstaklega vegna Ólympíu- og
Evrópumóta. Reiknað er með þriggja milljóna kr. rekstrarhalla.
Ákveðið að taka lán hjá Landsbanka Íslands kr. 4.000.000 til að
borga lausaskuldir. |
3. Veitingasala veturinn
1997-98. Auglýst verði eftir tilboðum í reksturinn. Tilboð opnuð á næsta
stjórnarfundi 10.sept. nk. |
4. Tvö bréf frá Bridgefélagi
Reykjavíkur. a) Óskað er eftir samráði og samstarfi um ráðstöfun styrks
Reykjavíkurborgar til B.R. Ákveðið að bjóða B.R. að tilnefna
fulltrúa í áður skipaða nefnd, til að endurskoða og útfæra
útbreiðslu bridge meðal barna og unglinga. Nú skipa nefndina
Guðmundur Páll Arnarson, Ljósbrá Baldursdóttir og Sveinn Rúnar
Eiríksson. b) B.R. óskar eftir að leigja spilaaðstöðu þriðjudaga,
miðvikudaga og föstudaga í vetur. B.R. leigir þriðjudaga og
miðvikudaga eins og sl. vetur. Töluverðar umræður urðu um
föstudagana og ljóst að BSÍ getur ekki látið tekjur af þeim af
hendi eins og er. Tveir úr stjórn BSÍ ræða við stjórn B.R. um hvaða
hugmyndir eru uppi varðandi útfærslu á föstudagsspilamennsku. |
5. Bikarkeppni úrslit. Leigður verður búnaður fyrir sýningatöflu og reynt að laða að
sem flesta áhorfendur, ákveðið að innheimta ekki aðgangseyri. |
6. Íslandsmót í tvímenningi.
Mótið verður haldið 11.-12.okt. og úrslit spiluð 1.-2.nóv. |
7. Fundur með menntamálaráðherra vegna
50 ára afmælis BSÍ á næsta ári. Kristján og Guðmundur Páll fóru á fund ráðherra, til að óska
eftir styrk til að halda alþjóðlegt bridgemót á afmælisárinu.
Ráðherra tók þeim vel og bíður eftir nánari útfærslu. |
8. Mótaskrá 1997-98. Drög lögð fram. |
9. Tryggingar. Ákveðið að færa tryggingar sambandsins til Tryggingar hf, sem nýverið færði okkur að gjöf 1800 götuð spil. |